27.4.2010 | 01:21
DRUNDRÍMUR Á BESSASTÖÐUM.
Stóryrði forsetans varðandi Kötlugos ýfa nú ferðamannabransann og segja sumir ummælin kosta milljarða. Óli hefur sumpart breytt mjög ásýnd forsetaembættisins, gert það sýnilegra en um leið umdeildara. Sjálfum hefur mér alltaf þótt valdalaus forseti tilgangslaus og vildi gjarna sjá meira púður í embættinu. Með virkjun málskotsréttarins kom Óli mjög við kauninn á einræðisöflunum og færði þjóð sinni mikið. Hvað sem ferðamannastraumi líður á Bessastaðajarlinn þakkir fyrir það.
LÁ
Athugasemdir
Nú er ég sammála. Ég sé ekki fyrir mér þær mannvitsbrekkur þarna inni á Alþingi sem ég treysti til að ala Ólaf Ragnar upp.
Kannski leynir þetta fólk á sér. Það er óþarfi. Við þurfum á því að halda að það geri eitthvað af viti og helst ekki minna en vikulega. Pólitísk slys eru algeng á Alþingi en enginn hefur sannfært mig um að Ólafur hafi valdið slysum með ályktunum sínum um garmskinnið han Kötlu. Það hefur meira að segja heldur dregið úr gosinu í jöklinum.
Mikið væri gott ef Alþingi hætti að draga lappirnar við að lagfæra stjórnarskrána.
Árni Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 08:47
Það er gott að gleyma aldrei því sem vel er gert.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 09:18
Og að drundrímum. Ég varð mest var við þann leiðindakveðskap eftir að Ó.R.G. tók til máls um eldgosin. Og lyktin maður!
Árni Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.