27.4.2010 | 11:11
EFTIRMÆLI HALLDÓRS.
Yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar eru að vonum. Einræðislegt dramb og þumb. Þó fyrir liggi samkvæmt nýútgefinni bankahrunsskýrzlu að einkavæðing bankanna voru mistök hvað eignarhald varðar, flokkstengsl, regluverk og borgun, ver þessi fyrrum forsætisráðherra ómyndina. Auk þess hampar hann skipan Davíðs Oddssonar í embætti seðlabankastjóra og er að vonum, sjálfur situr Halldór í opinberu embætti fyrir uppgjafapólitíkusa. Einfaldast er að vísa í orð núverandi formanns framsóknarflokksins þar sem hann segir best fyrir flokkinn að gleyma fortíð sinni og horfa fram á við. Slík eru eftirmæli Halldórs.
LÁ
Athugasemdir
Það er ekki erfitt að skilja það , að núverandi flokksmenn X-B og X-D skammist sín fyrir dæmalausa framgöngu forvera sinna, sem skildu eftir sig sviðna jörð, þvílík er skömmin og sneypan. B.P.
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 14:53
Ég biðst afsökunar á því að þessi maður hafi verið ráðherra í boði Framsóknarflokksins. Maðurinn virðist vera algerlega veruleikafirrtur og skánar ekki með árunum. Jafnframt vill ég taka það skýrt fram að hann var kosinn á þing af Austfirðingum, ekki okkur Vestfirðingum.
Ég ætla að segja alveg þveröfugt við það sem formaður minn segir og vona að stjórnartíð Halldórs (og ekki síður Davíðs) gleymist aldrei og verði fólki í framtíðinni, víti til varnaðar.
Sigurður Jón Hreinsson, 27.4.2010 kl. 19:51
Áður fyrr var einn þingmaður Framsóknarflokksins, sem seldi ekki sannfæringu sína. Flokksystkini hans lögðu hann í einelti. Hann var þingmaður okkar vestfirðinga KRISTINN H. GUNNARSSON.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 20:22
Það breytir engu þó að Halldór Ásgrímsson þumbist og þráist við að svara sem stendur.
Hans nafn fer í sögubækurnar, með þeim hætti sem hann á skilið.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.4.2010 kl. 01:18
Við Sigurð Jón vil ég segja: Meðan framsóknarflokkurinn styður óbreytt kvótakerfi með framsali, leigu og öðru braski er flokkurinn óstjórntækur. Kristinn H. Gunnarsson hvarf af þingi vegna stefnufestu sinnar og ábendinga sem margar hverjar hafa reynst réttar. En illu heilli er fjórflokkurinn enn í því þrepi að hampa viðhlæjendum fremur en fólki með rökstuddar skoðanir.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.