29.4.2010 | 01:02
ÓLÖG LÍFEYRISSJÓÐANNA.
Félagar í lífeyrissjóðnum Gildi mættu til skrafs í kvöld, mikill hiti vegna glæfralegra fjárfestinga stjórnarmanna og borin upp tillaga að allt heila klanið hyrfi. Kannski að vonum því skerðing lífeyris liggur fyrir vegna óráðsíunnar. En tillagan var kolfelld enda kosningaréttur einungis í höndum stjórnarmanna. Sá sem bar upp þetta vantraust var almennur sjóðsfélagi. Sá hvetur nú sjóðsfélaga að ganga af skútunni og greiða lífeyri sinn annarsstaðar. Skil hann vel og styð, lög sem viðhalda ónýtum eplum eru ólög.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.