29.4.2010 | 02:12
MÁLSKOTSRÉTTURINN LIFI!
Málskotsréttur forsetans er nú orðinn þrætuepli rugludallanna á alþingi. Samfylkingin var með, nú á móti, sjálfstæðisflokkur sannur allltaf á móti og er enn. En var þessi umdeildi réttur inn settur vegna flokkanna eða fólksins í landinu? Er eðlilegt fyrir flokksskriflin að málefnið móti afstöðuna eða er þjóðin hreinlega of vitlaus til að fá að hljóma stöku sinnum? Afstaða sjálfstæðisflokks til bankaleyndar er jú kunn, rökin þau að verja viðskiptavini en ætli flestir séu ekki orðnir sannfærðir um annað. Lýðræðinu virðist ekki gert hátt undir höfði á alþingi þó þess sé getið á tyllidögum. Auðvitað kjósum við alþingi til ákvarðanna en í ljósi reynslunnar hljótum við að vilja öryggisventil ef gengið sé of langt eða skammt. Hann höfum við í málskotsréttinum.
LÁ
Athugasemdir
Þetta er hættulegur yfirgangur að ætla að taka málskotsréttinn,það verður að láta þjóðina kjósa um hvort við viljum taka hann af forsetanum,annað væri bilun.
Friðrik Jónsson, 29.4.2010 kl. 10:11
Lýður minn!
Ég er þungt haldinn af púra þunglyndi.---Hvernig á annað að vera?
Stend alltaf með þér.!!!
Þinn vinur, POSI.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:59
Vitanlega ætti þjóðin að ákveða málskotsrétt eða ekki, hugmyndir stjórnmálamanna mótast helst hvort þeir séu sammála því sem skjóta á til fólksins eða ekki. Þunglyndi er óþarft, Doddi Koddi, umræðan er farin að færast yfir á aðalatriði og orð eru til alls fyrst.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 13:04
Lýður ég hef farið yfir skrif þín undanfarin misseri og séð að þú átt bara í höggi við einn óvin, skelfilega veiru sem sýkt hefur þorra landsmanna. Þú talar mikið um einkenni sýkingarinnar en á skal að ósi stemma.
Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 14:12
Hættu þessu nuði, félagi Björn, þorri landsmanna er ósýktur, einungis toppur viðskiptalífsins og megn stjórnsýslunnar. Einfaldast að moka henni út og setja einkaframtakinu ramma, þannig er á að ósi stemmd.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.