MISTÖK SKÖPUNARSÖGUNNAR.

Stundum tapar maður trúnni á mannskepnuna.  Stjórn lífeyrissjóðs varði sjálfa sig vantrausti í gærkvöld, skiptu engu skoðanir umbjóðenda né sú staðreynd að gullið sem átti að gæta var horfið. Eina hugsunin að sleppa ekki takinu.  Bakkavík í Bolungarvík fór á hausinn í vikunni.   Byggðastofnun höfð að fífli og þar með almenningur, eigendurnir hinsvegar með pálmann í höndunum.  Endurtekið efni og stjórnvöld aðhafast ekkert  gegn kennitöluflakkinu sem er  að sliga samfélagið.   Íslenzkir guðsmenn klóra sér í hausnum yfir því hvernig hægt sé að eiga vini af sama kyni og eru langt á eftir trúbræðrum sínum í vatikaninu sem tíðka þetta mjög ásamt ofurást á börnum.   Verstur er þó hryllingurinn í Serbíu en þar aflimuðu stigamenn hundstík sér til skemmtunar.  Já, mannskepnan er margslungin, ekki ólík tunglinu sem á sér skuggahlið.  Skaparinn hlýtur að sjá eftir sjötta deginum og hefði betur haft hann heilagan í félagi við þann sjöunda.  Þá hefði ekkert af ofangreindu verið til nema lappirnar á tíkinni, enn á sínum stað.

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góðan daginn Lýður.

Frábær skrif ....

Níels A. Ársælsson., 30.4.2010 kl. 08:20

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Ok enn kvað hann:"

Árni Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband