ÖLLU GRÍNI FYLGIR ALVARA.

Fylgi svonefnds Besta flokks virðist koma mörgum í opna skjöldu.  Sjálfstæðismönnum í borginni hrýs hugur og vísa skelfdir í bankahrunsskýrsluna.  Hana hygg ég ekki meginorsökina fyrir auknu þori almennings til að breyta til.  Það er einfaldlega sprottið úr þeim jarðvegi sem klíkustjórnmálin skópu.   Fólk getur gert lítið úr framboði grínistans en hann hefur hugsanlega slegið hinn eina sanna tón, vitandi eða óafvitandi skiptir ekki máli.   Eftir að hafa rústað efnahag landsmanna, fyrirgert öllu trausti innanlands sem utan, búið sjálfum sér umgjörð utan allra siðferðismarka, skrumskælt frelsið og úthlutað auðlindum þjóðarinnar í trássi við vilja og hag heildarinnar eru hrunflokkarnir loksins að uppskera í samræmi við það sem niður fór.  Vona Jón nái hreinum meirihluta í borginni og kveiki síðan elda um land allt.   Gangi þér vel, Jón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Gæti ekki verið meira sammála þér

Gísli Foster Hjartarson, 1.5.2010 kl. 10:05

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jón Gnarr styður ekki ríkisstjórnina.Vonandi verður hann forsætisráðherra sem fyrst.

Sigurgeir Jónsson, 1.5.2010 kl. 11:30

3 identicon

Mér finnst að Lýður Árnason eigi að verða bæjarstjóraefni Bestaflokksins í Bolungarvík og nágrenni!

Þá skal ég flytja lögheimilið mitt til þín og kjósaðig

Helgavalan (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 18:23

4 identicon

Ekki mun ég taka að mér bæjarstjórn í Bolungarvík að sinni en ætli Bezti Flokkurinn sér einhverja hluti í næstu alþingiskosningum er aldrei að vita hvernig sveifin snýst....

lydurarnason (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband