4.5.2010 | 03:05
NÝR STANGVEIÐIFLOTI Í BOLUNGARVÍK.
Slöttungur af fólki var samankomið á Bolungarvíkurbryggju í kvöld. Ástæðan einkaframtak í formi glænýrra stangveiðibáta. Athafnamenn hafa í vaxandi mæli komið auga á þennan áhugaverða kost í ferðamennsku og víða sprottnir vísar af stangveiðum á Vestfjörðum enda stutt í gjöful mið. Töluverð fjárfesting liggur að baki svona framtaki, bæði í bátum og gistingu en markaðurinn virðist fyrir hendi. Einn hængur er þó á þessari starfsemi en það er kvótaleysið. Án hans veiðist ekki neitt. Kvóta þarf því að leigja annarsstaðar og þannig geta óskyldir aðilar heft og hamlað öllum framgangi. Þessi staða er óásættanleg fyrir þá sem vilja hasla sér völl á þessu sviði og skemmir fyrir bæjarfélögum sem sjá á bak uppbyggingu og umsvifum. Sjávarútvegsráðherra þarf tafarlaust að lagfæra þessa augljósu brotalöm í atvinnuuppbyggingu hinna dreifðu byggða og úthluta þorpunum stangveiðikvóta til útleigu þannig að rekstraraðilar geti gengið að veiðunum vísum en séu ekki undir náð og miskunn kvótaeigenda. Kröftugur bæjarstjóri Bolvíkinga var á kajanum í kvöld og vildi ég gjarnan sjá hann berjast fyrir þessari sjálfsögðu byggðaeflingu.
LÁ
Athugasemdir
Verðugt verkefni fyrir Eirík Finn.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 03:26
Halelúla
.......
Ekki viljum við að stangveiðimenn haldi áfram að leigja kvóta af frystitogurum á ofurverði ?
Auðvitað berst vinur okkar bæjarstjórinn Elías Jónatansson fyrir framgangi síns sjávarþorps og gerir kröfu á stjórnvöld um tafarlausar breytingar á kvótakerfinu.
Við treystum Elíasi bæjarstjóra fyrir þessu máli.
Níels A. Ársælsson., 4.5.2010 kl. 07:54
Þá er bara að kaupa kvóta eða leigja eins og aðrir hafa þurft að gera
víkari (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 18:40
Viltu það Vikari að stangveiðimenn fari eins að og kvótasinnarnir ?
Taka lán fyrir kvóta sem aldrei verður greitt af lántakandanum heldur einungis sauðsvörtum almúganum.
Nei ég held varla að stangveiðimenn hafi lyst á slíku.
Níels A. Ársælsson., 5.5.2010 kl. 20:06
Nei, Víkari, þá er ekki að kaupa kvóta eða leigja eins og aðrir hafa gert heldur breyta þessu markaðskerfi andskotans og gera það mönnum þannig sæmandi að þeir þori að koma fram undir nafni.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.