5.5.2010 | 00:55
GENGILBEINUR RÚNAR TRAUSTI.
Í Kastljósi kvöldsins sat Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir svörum. Í miklu spurningaflóði vatt hann sér fimlega undan hrákaslettum spyrjandans og hefði jafnvel komist upp með einhverskonar Silkileyjarvörn ef ekki hefði til komið blessaður laxinn. Á þann öngul beit Guðlaugur eins og reyndar fleiri samverkamenn hans. Og þó Guðlaugur segði það víðs fjarri að tengsl sín við viðskiptalífið hefði áhrif á gjörðir hans sem stjórnmálamanns tók nef hans vaxtarkipp þegar hann hélt því blákalt fram að félagsskapurinn í laxveiðiferðinni væri tilviljun. Margir þingmenn í sömu sporum og Guðlaugur munu heltast úr lestinni og takist almenningi ekki að bægja þeim frá mun viðskiptalífið gera það. Gengilbeinur rúnar trausti ganga ekki langt, hvorki fyrir þjóðir né viðskiptalíf.
LÁ
Athugasemdir
Ha ha ...gengilbeinur eða búrtíkur.....
Reyndar eru búrtíkur mikið notaðar af LÍÚ.
Bæjarstjórar margra sjávarþorpa Sjálfstæðisflokksins hafa gellt mikið og urrað upp á síðkastið.
Níels A. Ársælsson., 5.5.2010 kl. 08:14
Atninnupólitískur flokksdindill. ---- Hvað er aumara ?
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.