Í FJÁRHAGSLEGRI GJÖRGÆSLU.

Tvö bæjarfélög á landinu eru í svokallaðri gjörgæslu.  Álftanes er annað og hinu bý ég í.  Mitt bæjarfélag liggur að sjó og á hverjum degi koma bátarnir með fullfermi og skófla milljónum upp á land.  Sem reyndar er mjög gott mál.  En hvers vegna er bæjarfélag sem liggur nánast ofan á svona gullnámu í fjárhagsvanda?  Hvar fórum við út af sporinu og hvernig komumst við inn á það aftur?  Þetta hlýtur að vera brýnasta mál komandi sveitastjórnarkosninga, að sameinast í því að vernda okkar litlu en skemmtilegu samfélög og tryggja þeim hlutdeild í eigin arfleifð gegnum aldirnar.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjárhagsvandi sveitarfélagsins þíns er tilkominn vegna þess að stjórnendur þess eyddu um efni fram og þurrkuðu upp sveitarsjóðinn.

Menn fóru illilega út af sporinu þegar gengið var svo hart að sameiginlegum sjóðum bæjarbúa að bankabókin var tæmd og ekki ein einasta króna úr rekstrinum var til upp í vexti eða afborganir lána - hvað þá fjárfestingar. Hvert einasta mannsbarn sem rekið hefur heimili eða fyrirtæki veit að síkt er ávísun á fjárhagsleg vandræði.

Nálægðin við gullnámuna og kvíamið Þuríðar sundafyllis eru hins vegar það sem mun bjarga sveitarfélaginu. Við þurfum að tryggja að útgerð og vinnsla geti starfað í sveitarfélaginu og gera það sem í okkar valdi stendur til að ekki sé hægt að svipta okkur á einu augabragði aðgengi að auðlindinni.

En á sama tíma verða menn líka að vera skynsamir þegar þeir fara með skattfé í sameiginlegum sjóðum bæjarbúa.

Baldur Smári Einarsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 08:22

2 identicon

Hátt hlutfall trillukalla sem greiða ekkert til samfélagsins, greiða ekkert útsvar. Það hlýtur að vera stór biti. Og sveitafélagið þarf að leggja þeim til höfnina og skólann fyrir börnin þeirra. Það ætti kannski að senda þeim reikning ? Gaman væri að gerð yrði könnun um þetta.

nágranni (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 09:22

3 identicon

Sæl, Baldur Smári.  Eflaust er þetta rétt greining óráðsíu og hún rekjanleg til síðustu aldar.  Held félagsheimilið hafi verið bráðræði og einnig líklegt að Einar "gamli" Guðfinnsson sé margsnúinn í gröfinni, slíkt hefur viðhorf margra afsprengja hans verið gagnvart því sem á að heita haldreipi byggðarinnar. 

Nágranni hefur líka margt til síns máls en þessu er auðvelt að breyta á þann hátt að þeir njóti sem fiska, ekki fólk sem er annarsstaðar. 

lydurarnason (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 17:00

4 identicon

Sem afkomandi Einars Guðfinnssonar þá frábið ég mér að Lýður Árnason taki að sér að túlka mögulegar skoðanir Einars afa á pólitískum deilumálum eftir hans daga. Lýður hlýtur að geta fundið sér smekklegri viðfangsefni.

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 20:47

5 identicon

Sæll, Kristján Jónsson.  Illu heilli kynntist ég aldrei EG en hugsun gömlu útgerðarmannanna var allt öðruvísi en sú græðgishugsun sem núna viðgengst, gömlu brýnin höfðu samfélagslega yfirsýn og henni hafa þeir sjálfir lýst í ræðu og riti.  Smekkleysa er ekki að draga þetta fram heldur hitt að horfa á byggðirnar veikjast og styðja þá hagsmunahópa til valda sem vilja hrunpólitíkina áfram.  Þú frábiður þér því ekkert af minni hálfu í þessum efnum en taki þeir til sín sem eiga.

lydurarnason (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 02:32

6 identicon

Merkilegt að afkomendur einhvers hafi meiri rétt á því en aðrir vita hvort hann eða hún snúi sér í gröfinni eða ekki.

Greining Baldurs er nokkuð rétt. Það má segja stjórnvöldum fyrri tíma (lengra aftur en 2 ár) til varnar að vandi Bolungarvíkur er tekjuvandi eins og Lýður reyndar bendir á. Samsetning sveitarfélagsins gerir það að verkum að tekjurnar eru ekki nægar. Ekki hafa verið lagðir peningar í gatnakerfi eða skólp og ekki var sólundað í félagslegar umbætur. En það hafa alltaf verið afar sterkar tengingar í atvinnulífið og talsverðir peningar hafa tapast vegna vandræða fyrirtækja - margt hefur verið afskrifað.

Það verður hins vegar að gæta að því að forheimskan taki ekki öll völd og Vagninum og herra Atlasyni verði kennt um að hafa búið til skuldapakkann og eytt öllum peningunum með sínum vinstraglundroða þá 19 mánuði sem þeir ríktu. Glæsilegur árangur Sjálfstæðisflokksins í öllum þeim myndum sem hann er til í Víkinni er fótósjoppaður og hann er settur fram á kostnað annarra. Það er aumt.

Grímur Atlason (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 12:18

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þessi orðræða er fín og gæti átt við nánast hvert og eitt einasta sjávarþorp á landinu.

Ég vill minna ykkur á apparat sem heitir því fróma nafni "Verðlagsstofa skiptaverðs" og er staðsett á Akureyri ofan í rassvasanum á Glitnis - móra.

Þessi stofnun var pöntuð af LÍÚ og dett á stofn af Árna Matthíssen dýralækni og búrtík Sjálfstæðisflokksins.

Þetta skrípi ákvarðar verð á fiski til útgerða sem landa til eigin vinnslu.

Með tilkomu þessa apparats er 50-80% af öllum útsvarstekjum sveitarfélagana og hafnanna stolið undan skatti í þágu örfárra.

Varla þarf að ræða þjófnaðin varðandi smábátanna sem ekki eru bumndnir af neinu fiskverði né samningum við sjómenn heldur hafa 100% sjálfdæmi í skattgreiðslum og fiskverði.

Níels A. Ársælsson., 7.5.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband