9.5.2010 | 13:16
SÉRSTAÐA EÐA SAMSTAÐA?
Skuldasúpa Íslendinga virðist vera að falla í skuggann fyrir skuldahafsjóm annarra landa, mestmegnis í suður-evrópu. Hinnar dáðu evru bíður langvinn glíma og óvíst að gjaldmiðillinn lifi af. Efast ég stórlega um að þjóðverjar nenni að standa einir undir evrópusambandinu og þar á bæ hljóta menn að horfa til gamla marksins. Óeining mun gjósa upp í evrópusambandinu þegar kemur að kökuskiptum skulda og breiðu bökin hafna þátttöku. Framtíð þessa ríkjabandalags er því óljós og sú stefna að samstaða skuli ofar sérstöðu hlýtur að verða endurskoðuð. Saman tekið eru því miklar líkur á að stefna ríkisstjórnarsamfylkingar og vinstri grænna í evrópu- og gjaldmiðilsmálum sé kolröng og háu ljósin ekki viðhöfð þegar ákvarðanir voru teknar til framtíðar.
LÁ
Athugasemdir
ESB er bara ekki apparat sem gengur upp af augljósum ástæðum. Best væri að það væri fækkað í því um svona 17 þjóðir. Þetta er bara raunverleikinn hefur ekkert með andstöðu eða velvilja í þess garð að gera.
Þekkir þú ekki Grím lengur?...af hverju?
itg (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 14:47
Rétt mælir þú, itg, en okkur Grím greindi á um stjórnborða og bakborða, taldi sloppurinn þessar útleggingar eiga við fram og afturenda skips en bæjarstjórinn fyrrverandi mastur og kjöl. Svo kom í ljós að hvorugt var rétt en sannindunum á eftir að kyngja.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 16:46
Góðir.
Sólveig Hannesdóttir, 9.5.2010 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.