SETJUM PRUMPULAGIÐ Í GANG!

Annaðhvort er Jón Bjarnason fífl eða snillingur.   Yndisleg framsögn, fas og framkoma þegar hann var spurður um fækkun ráðuneyta varpa á hann ljóma og maður spyr sig hvort nafni hans Gnarr hafi þessi áhrif.  Ráðherraskipti hafa reyndar oft vafist fyrir ríkisstjórnum og skal því engan undra að fækkun stólanna æri óstöðuga.   En búast má við að Jóni verði frá vísað í nótt.  Ég mun sakna hans því hann stóð á sannfæringu sinni gagnvart evrópusambandinu, hann hefur náð að stríða útgerðaraðlinum og er skemmtinn í mörgu.  Allt þetta mun vinna gegn honum verði stólum fækkað.  Því annski verður aftökunni frestað.   Tregðulögmálið er sterkt í heimi stjórnmálanna og þegar kemur að setu í ráðherraembættum ræður íhaldsemin ríkjum og skipta vörumerkin þá litlu máli.  Best væri að bregða á leik eins og í barnaafmælum, taka frá stól og setja Prumpulagið í gang.  Og sá sem stendur eftir þegar slökkt er á Doktornum, hann missir hýruna.  Einfalt, sanngjarnt og umfram allt:  Skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef komist verður að því að fækka í ríkisstjórninni.  mæli ég með því, að gamla aðferðinn,....   ".Úllen dúllen doff kikkelanen birkibaninn "..... verði notuð. (Birt án ábyrðar)------Ponzi.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband