13.5.2010 | 01:05
USS, PUSS OG PELAMÓ!
Háreysti og pústur skóku dómsal í dag, samankomnir mótmælendur hrunsins. Þetta fólk sem andæfði í þingsölum á sínum tíma á yfir höfði sér sakfellingu og jafnvel fangelsisdóm. Þetta fók sem andæfði sjálftöku og samgangi stjórnmálamanna við einstaklinga sem stríða nú við ákærur um stórfelld svik og landráð. Liggur ekki á borðinu að þetta fólk hafði rétt fyrir sér en stjórnmálamennirnir rangt? Mótmælendurnir eru í líkri stöðu og andspyrnumenn stríðsins, tóku afstöðu og höfðu kjark til að framfylgja henni. Og á svo að dæma þennan hóp eftir stríð fyrir uppreisn gegn valdstjórn sem var á villigötum? Mikið á þessi þjóð bágt, hún hampar enn úr sér gengnu drasli á alþingi en færir þá sem þorðu að andæfa óréttlætinu til dóms. Uss, puss og pelamó!
Athugasemdir
Varaðu þig maður! Réttlætiskenndin og löghlýðnin flóir í allar áttir hér á blogginu vegna þessa fólks sem sýndi Alþingi ekki tilhlýðilega virðingu.
"Þú þarft ekki að láta tala svona við þig menntaðan manninn!" sagði forsetafrúin í Rúmeníu við mann sinn fimm mínútum áður en þau voru skotin.
Árni Gunnarsson, 13.5.2010 kl. 21:43
Hrunaþingið á enga virðingu skilið, ekki þá og enn síður nú þegar maðkarnir eru komnir upp úr moldinni. Sakaruppgjöf er það eina rétta í stöðunni. Finnst þetta hinsvegar makalaus tilvitnun í fyrrum forsetahjú Rúmeníu.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 01:07
Ef fordæmi verður gefið fyrir því að skríll geti fundið sér tilefni til að yfirtaka Alþingi án þess að fá dóm fyrir, þá verður stjórnarráðið næst.
Sigurgeir Jónsson, 15.5.2010 kl. 09:11
Og þá verður aðförin trúlega skipulagðari en sú sem gerð vará Alþingi.
Sigurgeir Jónsson, 15.5.2010 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.