15.5.2010 | 03:02
VALDARÖSKUN FRAMUNDAN?
Fyrir dyrum standa sveitastjórnarkosningar. Mikið af fólki býður sig fram og undir fleiri merkjum en oft áður. Svokölluð "grínframboð" virðast sanka að sér fylgi og mun meira en ný framboð í alvarlegri kantinum. Væntanlega er þetta vísbending um leiða fólks á fjórflokknum. Þetta nýnæmi getur hæglega raskað valdahlutföllum og það sem fólk reiknar sér ekki eins öruggt og ætla mætti. Í borginni er óvissan augljós og hér vestra, í mínu heimahéraði, er illt að spá. Framundan eru því spennandi kosningar. Reyndar held ég að þjóðin sé öll að skýrast og sjá að betra sé að vera á sama báti. Kannski næsta kynslóð stjórnmálamanna geti þar sem núsitjandi sigldu í strand.
LÁ
Athugasemdir
Í þínu heimahéraði doktor, sem og annarsstaðar á landsbyggðinni, snúast þessar kosningar fyrst og fremst um það hvort fólk á landsbyggðinni ætli áfram að lúta í gras fyrir höfuðborgarvaldinu sem nú berst um á hæl og hnakka við að gera landsbyggðafólk að þrælum sínum.Reykjavíkurríkisstjórnin er sú ógn sem landsbyggðinni stafar mest hætta af.Ef landsbyggðin leggst af er sjálfstæði landsins farið.Ef landsbyggðin hafnar Reykjavíkurríkisstjórninni og útsendurum hennar í þessum kosningum mun landið lifa.
Sigurgeir Jónsson, 15.5.2010 kl. 08:54
Einn af þessum útsendurum Reykjavíkurvaldsins heitir Grímur Atlason.Þú kannast eitthvað við hann.
Sigurgeir Jónsson, 15.5.2010 kl. 08:59
Sæll, Sigurgeir. Mikið til í þessu, að sjálfstjórn heimamanna sé í annarra höndum og því þurfi að sporna við. Sjálfsákvörðunarréttur landsbyggðarinnar er lífsspursmál og landsins alls. Grím þennan Atlason kannast ég og við og þar fer eldheitur byggðaeflingarsinni. Femínisminn er hans akkilesarhæll.
Kveðja, LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.