RUGLSKRIF ÞORSTEINS PÁLSSONAR.

Fyrrum forsætisráðherra og ritstjóri, Þorsteinn Pálsson, reifar þá afstöðu sína að meira sameini en sundri samfylkingu og sjálfstæðisflokki.  Vill að samfylking beygi af varðandi firningarleið í sjávarútvegi en á móti kæmu sjálfstæðismenn með opnari huga að evrópumálunum.  Það væri náttúrulega ágætt fyrir þá sem keyptu kvóta á uppsprengdu verði að geta notað hann sem skiptimynt í samningum við evrópubandalagið.  Þannig gætu skuldsettar útgerðir losað til sín fjármagn og evrópubandalagið samhliða opnað aðganginn að þessum fengsælustu fiskimiðum á norðurhveli.   Hver borgar Þorsteini fyrir svona ruglskrif?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Skoðaðu hvar Þorsteinn Pálsson hefur unnið síðan hann var stunginn i bakið.

Dingli, 16.5.2010 kl. 06:25

2 identicon

LOKSINS!!!.....LOKSINS!!!.....

Er það ljóst,----- hvernig MÖNDLAÐ er með kosningaréttinn.  Ég FRÁBIÐ mér slík vinnubrögð.---- Hafðu SKÖMM fyrir Þorsteinn pálsson, og skoðunarbræður þínir.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 08:50

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þorsteinn neita að taka rökum og heldur áfram að tala fyrir óbreyttu kvótakerfi sem hefur skilið eftir sig byggðaröskun, mannréttindabrot, skuldasöfnun og þorskaflinn er þriðjungur af því sem hann var fyrir daga kerfisins.

Sigurjón Þórðarson, 16.5.2010 kl. 11:02

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þorsteinn Pálsson er eðlislægur drullusokkur.

Meðan hann gengdi starfi sjávarútvegsráðherra þá var hann þungt haldinn ákvörðunartökufælni og stjórnaði með daglegu aðgerðarleysi.

Níels A. Ársælsson., 16.5.2010 kl. 11:27

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Skrif Þorsteins eru innabúðarskrif fyrir umræðuna meðal sjálfstæðismanna og ber að túlka þannig. Méð réttu ætti Þorsteinn að skrifa reglulega í Morgunblaðið en þaðan er hann útlægur penni og því hefur hann bara þennan vettvang í Fréttablaðinu. Sá vettvangur er honum veittur vegna þess að er ESB sinn ( þar er ég honum hjartanlega sammála, engin spurning að þar er fjörið). Hins vegar hefur afstaða hans til útgerðarmála ekkert breyst frá því hann var og hét í þeim málaflokki og er ég honum ósammála þar. Það vegur þó þungt að heyra hvernig hann hugsar pólitískar leikfléttur og hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það hefur ekkert með kosningarétt manna að gera. Menn mega áfram kjósa einsog þeim sýnist. Það fá ekki allir það sem þeir vilja hvort sem er og fyrir mitt leyti er enginn stjórnmálaflokkur með allt sem ég vildi styðja. Það er því þörf á að menn bræði hugsanir sínar með sér og það verði vonandi ofan á sem flestir geta sætt sig við. Útgerðarmönnum svokölluðum eigum við að halda áfram að herja á enda eru þeir búnir taka sér eignarnámi það sem þeirra svo sannarlega tilheyrir ekki.

Gísli Ingvarsson, 16.5.2010 kl. 12:26

6 identicon

Íslendingar eru óðum að koma út úr skápunum og viðurkenna fjörbrot fjórflokksins sem segir eitt fyrir kosningar en annað á eftir.   Verkefnið framundan er að smala þessari tápmiklu hjörð inn í einn og sama dilkinn þannig að úr verði afl sem megnar að breyta því sem þarf.

lydurarnason (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband