19.5.2010 | 01:57
EINKAVÆÐING ORKUNNAR.
Sala hitaveitu suðurnesja til einkaaðila er umdeild. 65 ára afnotaréttur og forgangur að öðrum eins skammti þegar hinum fyrri lýkur er ekki bara áhyggjuefni núlifandi kynslóða heldur allt til 2140. Þjóðverjar einkavæddu sitt rafmagn, vatn og hita í kringum aldamótin. Tryggja átti hóflegt verð með samkeppni. Útkoma þeirrar samkeppni varð mjög í líkingu við það sem við íslendingar þekkjum hjá olíufélögunum. Verðsamráð á verðsamráð ofan. Í Þýzkalandi dagsins í dag kosta þessir hlutir, vatn, rafmagn og hiti, fyrir ca. 130 fermetra íbúð um 140 þúsund krónur á mánuði og hefur hækkað um 70% frá því fyrir umskiptin. Hvort þetta verði einnig þróunin hér kemur í ljós en stjórnmálamenn eru undarlega eftirlátssamir í glímutökum sínum við viðskiptalífið.
LÁ
Athugasemdir
Er til nokkurs að ætla að þetta verði öðruvísi hér á landi, hvernig var með einkavæðingu á vatni í Bretlandi, þegar varð vart við vatnsskort þá voru "óhagkvæmu" kaupendurnir bara skornir niður við trog og sagt "að ekki væri til vatn". Þessir kaunar kunna að koma ár sinni fyrir borð, stinga ríflegri dúsu uppí þingmenn og bíngó þeir gera allt til að sannfæra íbúa þessa lands um ágæti þessa fyrirtækis, enda er þetta það nýja Ísland sem fólk heldur að sé eitthvað skárra en það sem var fyrir hrun.
Sami skítur og sama spillingin bara aðrir einstaklingar komnir í stólana. Kannski er ráð að skipta um efni í þessum stólum ( þetta er jú örugglega helvítis stólunum að kenna, ekki mönnunum sem sitja í þeim?).
Sverrir Einarsson, 19.5.2010 kl. 07:51
Vó þetta er geggjað !
Þarf ekki að endursýna þáttinn um einkavæðingu vatnsins í Suður Ameríku og hvernig Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kemur að málum ? Ætlum við að láta þetta yfir okkur ganga ? Og sveitafélög eru í smáum stíl að selja frá sér vatnið ( svona í þykistunni að skapa vinnu fyrir 3 hausa ) Við verðum að gera eitthvað.
Gunna (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 09:19
Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Það er allt í lagi og enginn tístir einu sinni þó útlendingar eignist öll hlutabréf í Marel eða Össuri. En að útlendingar eignist HS-orku er ekki það sama og útlendingar eignist auðlinir Íslands, þær eru efir sem áður í eigu þjóðarinnar. Ég stórefa að það sé hagkvæmara fyrir neytendur að Árni Sigfússon stýri HS-orku frekar en Kanadamaðurinn. Það er lítill vandi fyrir útlendinga sem eignast nær öll hlutabréf í Marel eða Össuri að segja einn daginn "við viljum ekki hafa okkar fyrirtæki á Íslandi, við förum með það til Bangladess". Engin getur sagt neitt.
En hvað með HS-orku?
Það fer enginn með það fyrirtæki burtu af Íslandi. Það vinnur úr íslenskum auðlindum og fari það burt er enga auðlindaorku að hafa. Kaupendur orkunnar eru rótfastir á Íslandi, Suðurnesjamen, Álver sem verða ekki svo auðveldlega flutt burtu á einni nóttu.
Það er dálítið broslegt þetta upphlaup Vinstri grænna vegna kaupa Kanadamannsins á HS-orku. Þetta er búið að liggja fyrir lengi að það mundi gerast og HS-orka var þegar að miklu leyti í útlendri eigu. Ég held að upphlaup Vinstri grænna komi þessari sölu sáralítið við. þarna eru pólitísk átök til heimabrúks, inna flokksins og gagnvart samstarfsflokknum.
Hvernig í ósköpunum dettur nokkrum heilvita manni í hug að Ríkissjóður, sem á nánast eingöngu skuldir, fari að reiða fram 16 milljarða króna aðeins til að koma í veg fyrir að í stað þess komi 16 milljarðar í útlendum gjaldeyri inn í landið?
Ég mun sofa vært þó HS-orka sé í eigu Kanadamangsins, ekki ólíklegt að það væri æskilegt að fleiri íslensk fyrirtæki fengju slíkar útlendar vítamínsprautur.
En hvað um Vinstri græna? Það heyrist ekki hósti né stuna frá þeim um kvótamálið? Er allt í lagi þó þjóðin hafi verið rænd auðlind sinni, er það í lagi ef þeir sem rændu eru íslenskir og það langt fram í ættir og þar að auki rammasta afturhald sem fyrirfinnst á landi hér?
Thor Jensen ætti varla nokkurra kosta völ að fá að nýta íslenska auðlind í dag. Var hann ekki danskur að uppruna, báðir foreldrarnir danskir og Thor fæddur í Danmörku?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 19.5.2010 kl. 14:38
Þetta væri í lagi ef þessir aðilar kæmu með þessa peninga til landsins, en það gera þeir ekki. Þeir fá þá lánaða hjá íslendingum og ætla að láta orkukaupendur greiða upp lánið.
Nær hefði verið að láta alla íslendinga fá hlutinn og lána til sjálfs síns. Orkunotendur gætu því endurgreitt lánið á komandi árum.
Eggert Guðmundsson, 19.5.2010 kl. 17:16
Ramma vantar um ráðstöfun auðlinda, nýtingu og eignarrétt. Best að láta einkamarkaðinn um fjárfestingarnar og leigja þeim nýtingarrétt sem samrýmist langtímamarkmiðum þjóðarinnar. Gallinn við þessi mál er hveru óljóst allt er, kaupverð, greiðslumáti, orkuöflun, framtíðarsýn og öryggisventlar okkar sem þjóðar sé úr skaftinu gengið. Kvótakerfið er svo ein sorgarsaga eins og Sigurður Grétar bendir á en sú reynsla hlýtur að vera öllum þjóðhollum íslendingum víti til varnaðar.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.