20.5.2010 | 00:02
ENN Á FLÓTTA.
Enn gengur hinn eftirlýsti Sigurður Einarsson laus og nýtur verndar í Bretlandi vegna vöntunar á einhverri undirskrift. Sjálfur skirrist hann við skyldu sinni og vill einhverja sérmeðferð komi hann hingað upp. Lögfræðingur hans vildi ógilda handtökuskipunina en hæstiréttur hafði vit á að hafna þeirri umleitan. Vitanlega er enginn sekur fyrr en dómur fellur en maður sem hafnar yfirheyrslum og hefðbundnum gangi dómkerfisins hlýtur að telja sig yfir lög hafinn. Ágætur dómsmálaráðherra okkar ætti að haska sér til Lundúna og pára undir plaggið svo hægt sé að sækja kauða.
LÁ
Athugasemdir
Hvað sem öðru líður.----- Byggjum við ekki lýðræðið á hefnd og hatri
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 09:55
Og í viðbót Þórður Sævar þá byggjum við ekki heldur upp betra lýðræði með skinhelgi, afneitun og meðvirkni. Um þá ógeðfelldu eðlisþætti sé ég með hverjum degi skýrari dæmi.
Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 15:43
Var að lesa um það,að sérstakur saksóknari Ólafur Þór er staddur akkúrat núna einhverstaðar í Evrópu,ekki er gefið upp hvar hann er.Skyldi það vera að hann hafi skroppið til Aðalbankaræningjans er felur sig í London=Sigurður Einarsson er sá ræningi.Það má ekki vera að hann hafi farið þangað,það væri hneisa ef svo er.Lifi Byltingin,og hún á eftir að koma aftur með miklum þunga,og sennilegast verður ekki notast þá við potta og pönnur.
Númi (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 21:28
Sjá má umfjöllun á Pressunni um ferðir Sérstaks saksóknara,þá segir Pressan að hann sé væntanlegur til landsins á morgun.
Númi (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 22:44
Menn sem teygðu gnægtarárin í botn verða að standa skil á sínu, sanna sakleysi sitt eða sæta dómi. Annað er óásættanlegt fyrir þjóðina.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.