22.5.2010 | 01:28
SPYRJUM AÐ LEIKSLOKUM.
Viku fyrir kosningar stendur Jón Gnarr frammi fyrir þeirri áður óhugsandi staðreynd að verða jafnvel borgarstjóri. Svör kappans eru orðin varfærnari enda verkefnin framundan framandi, ekki sízt nýliðum í stjórnsýslunni. Reykvíkingar unnvörpum telja Jón og liðsmenn hans traustins verða og raunar eiga ný framboð allsstaðar á landinu góðu gengi að fagna. Ákall fólks um ný vinnubrögð er málið og frambjóðenda bíður mikið álag. Verði þetta niðurstaðan, að Besti Flokkur Jóns Gnarrs, hirði meirihluta borgarfulltrúa í Reykjavík, hefur þetta fólk fjögur ár samkvæmt reglum lýðræðisins. Hæpið er að Jóni takist að verða borgarbúum dýrkeyptari en fyrirrennararnir og í raun byggist fylgi Besta Flokksins líkast á þeirri augljósu staðreynd að litlu sé að tapa. Sjálfum finnst mér þessi tilraun afar spennandi, ekki sízt verði hún ómenguð af fjórflokknum. Spyrjum að leikslokum, eftir kosningar og síðan aftur eftir fjögur ár þegar kjörtímabilinu lýkur.
LÁ
Athugasemdir
Ég held að Jóni Gnarr geti ekki tekist verr til en "atvinnu pólitíkusum" hann hefur allavega heilbrigða skynsemi til þess að styðjast við. Hann er ekki búinn að lofa allskonar fánýti upp í ermina á sér og sínu framboði....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.5.2010 kl. 01:51
Sæll Lýður. Ég hef röksuddan grun um að baki "fíflalátanna" leynist grjótharður vilji til að takast á viðfangsefnin af fullri alvöru.
Bkv. Þ. Jökull
Þráinn Jökull Elísson, 22.5.2010 kl. 03:02
Þetta átti náttúrlega að vera rökstuddan, mér yfirsást einn lítill stafur.
Þráinn Jökull Elísson, 22.5.2010 kl. 03:05
Krakkar, pælið´i líka í því hversu yndislegt það verður að færa sum andlit úr þungavigt í fjaðurvigt, geta hundsað ummæli gömlu bésefanna og þurrkað út ýmis núgildandi nöfn. Áhyggjur sumra af stjórnun borgarinnar næsta kjörtímabil stafar af eigin fráhvarfi, ekki Besta Flokknum.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 12:41
Og svo að því ógleymdu að kannski verður næsta borgarstjórn ekki borgarstjórn hnífasettanna.
Árni Gunnarsson, 22.5.2010 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.