OKBERAR HRUNSINS.

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri morgunblađsins, og af mörgum áđur talinn einn valdamesti mađur landsins situr nú á friđarstóli og ritar bćkur um hrun og hrunverja.  Saman tekiđ má segja ađ ritstjórinn lýsi íslenzku samfélagi sem mafíusamfélagi og hann sjálfur innarlega í búri.   Ađ mati Styrmis hefur valdatafl og hagsmunagćsla gegnsýrt alla stjórnsýslu og fjölmiđla.  Og nú, aldinn ađ árum, upplýsir hann ţjóđ sína um hiđ illa gangverk sem hratt henni loks fram af bjargbrúninni.  Frá manni sem var í hringiđunni miđri eru ţetta merk tíđindi og eftirtektarverđ, ekki sízt í ljósi ţess hve margir samtíđa- og samstarfsmenn hans ráfa enn í myrkrinu.   Nefni sem dćmi Halldór Ásgrímsson og nýlegt kastljósviđtal viđ hann.  Mađurinn átti mörg helstu pungspörk hrunadansins en lćtur sem ekkert sé.   Davíđ Oddssyni virđist hinsvegar líđa ver, í fasi hans örlar á samvizku.  En er Davíđ landráđamađur?  Sveik hann ţjóđ sína?  Ekki veit ég ţađ en hann hefđi mátt gćta hennar betur.  Hann var foringinn og honum var treyst.   Eftirmanni hans var síđur treyst og reyndist hann ţjóđinni ađ vonum.   Kannski var Ingibjörg Sólrún sýnu verst, hún kom sá og gerđi ekki neitt, féll međ draumi annarra.   Allt ţetta fólk upplifir nú erfiđa daga og á kannski aldrei afturkvćmt í ţeim efnum.  Okiđ sem á ţeim hvílir er mikiđ og kannski er atgangur Styrmis á ritvellinum ekki bara sannleiksţráin ein heldur líka aflausn.  Ţöggun getur nefnilega veriđ sálarmein og ţeim ráđ sem rćkja ađ hafa međ sér farsíma yfir gröf og dauđa.  Kannski snýst ţeim hugur.

LÁ            


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hef lesiđ Styrmi og finnst hann giska opinskár og hreinskilinn. Orđ ţau sem eftir honum eru höfđ um "ógeđslegt samfélag" gćtu átt einkar vel viđ ţá stjórnmálamenn sem fram hafa komiđ hin síđari misseri. "Núna er ţađ ímynd, frami og sćti á Alţingi sem öđru fremur rćđur afstöđu og gerđum manna", gćti veriđ nánari útlistun á pćlingum ţess gamla. 

Jafnvel höfuđriddari hreinleika og réttlćtis, núverandi fjármálaráđherra, er kominn í bland til tröllin og hendir öllum meginreglum og hugsjónum út um gluggann sem greiđslu fyrir sćti í hlýjunni.  Ćtli Styrmir karlinn tćki ekki undir ţađ?

Flosi Kristjánsson, 25.5.2010 kl. 09:55

2 identicon

Sćll, Flosi.  Ćđatré fjórflokksins virđist vera eitt og hiđ sama ţó greinarnar séu misstórar.  Skýrir líka gott gengi Besta Flokksins og fleiri nýframbođa, fólk vill sjálfstćđan grćđling og tilbúiđ ađ taka sjénsinn á blómum hans ţó enginn viti hvers er von.

lydurarnason (IP-tala skráđ) 25.5.2010 kl. 17:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband