HÚSBYGGINGAPÓLITÍK.

Á sínum tíma var sjónvarpið í þröngu húsnæði við Laugaveginn.  Núna er stofnunin í gímaldi sem étur upp allt rekstrarfé og menningarhluti starfseminnar lotið í lægra haldi fyrir stjórnsýslu.  Við sjáum þetta víðar.  Reykjavíkurborg réðist í ráðhús sem hýsir nú breiður af stjórnunarklösum og öðrum tilbúningi sem enginn veit deili á né tilgang.   Músikhúsið er annað ginnungagap, sagt fyrir tónlistina í landinu en mun sliga ríkið og draga úr fjárhagslegum mætti til greinarinnar.  Sýnu verst er þó hátæknisjúkrahúsið sem vegna fjárflæðis í ranga átt mun stórskerða grunnþjónustu í landinu.  Og bullið sem segir að firran fjármagnist með hagræðingu innanhúss er að vonum.   Fagaðilar, hagsmunasamtök og stjórnmálamenn ýta gjarnan svona stórkarlahugmyndum að fólki og telja því trú um ágætið.  Reynt er að slá á efann í fæðingu og til þess fengnir allskonar kverúlantar.  Ennfremur er kostnaður vanmetinn en hækkaður síðar þegar of seint er að hætta við.  Allir íslendingar þekkja aðferðafræðina, hún er eitt helsta kennileiti stjórnsýslunnar.  Auðvitað er atvinnusköpun góð en arðsemi verður að fylgja.  Atvinnusköpun í verkefnum sem háma í sig fé eftir að þeim lýkur er þjóðarfjandsasamleg.  Hættum því þessari húsbyggingapólitík, flisjum frekar báknin og búum til minni og manneskjulegri einingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gott dæmi um þetta er Fiskistofa.

Fyrir fáeinum árum sinntu 3-5 menn þeim störfum sem 120 manns "vinna" í dag.

Níels A. Ársælsson., 26.5.2010 kl. 07:54

2 identicon

Lýður heiðraðu nú sálmaskáldið góða Jónas Hallgrímsson með hnittnu bloggi í dag. Það eru nefnilega 165 ár frá því að hann dó langt um aldur fram.

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 21:21

3 identicon

Þetta er PETERSON LÖGMALIÐ í öllu sínu veldiu....

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband