GREINING HÖFUÐPAURA BORGARFRAMBOÐANNA.

Höfuðpaurar framboðanna í Reykjavík stóðu fyrir svörum í Sölvaspjalli Skjás eins í kvöld.  Holdgervingur heiðarleikans, Ólafur F. Magnússon, minntist helst til oft á þennan eiginleika sinn en átti kollgátuna varðandi framsóknarflokkinn og hans fyrrum foringja.  Held þó að fas Ólafs sé ekki kosningavænt og það muni bera heiðarleikann ofurliði í kjörklefanum.   Annar læknir, Dagur B. Eggertsson, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu en verði útkoman samkvæmt nýjustu könnunum eru lífdagar hans sennilega taldir.  Háir honum æ að tala of mikið og nú einnig að vera 2007 prótótýpa.  Held Dag þó vænan dreng og velviljaðan.  Frambjóðendur frjálslyndra og Reykjavíkurlistans voru ósköp ljúft og venjulegt fólk og kannski það undirstriki undirtektirnar, þarna vantaði tilfinnanlega einhvern snaga fyrir kjósendur.  Hanna Birna borgarstýra hefur reynst býsna skelegg og mikið fylgistap tæplega til hennar rakið.  Akkilesarhællinn kannski sá að bjóða sig fram undir ónýtu vörumerki og hafa ásamt samverkamönnum ekki gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi framboðsstyrki.   Framsóknarframbjóðandinn á ekki sjéns og það föðurhúsunum að kenna, framsóknarflokkurinn er á útleið í íslenzkri pólitík.  Stúlkan fyrir vinstri græn var allt of reið og róttæk til að ná breiðri skírskotun og linni flokkurinn ekki þessum útspilum sínum má hann fara að pæla í útfararsálmum.  Jón Gnarr snart mig ekkert sérstaklega með frammistöðu sinni þó vissulega væru góðir sketsar inn á milli.  Jón Gnarr, hinsvegar, þarf ekkert að snerta neinn í sjónvarpsspjöllum, hann er búinn að margtaka þjóðina og býður henni nú að taka sig.   Það er bara díll sem fólk á erfitt með að hafna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha...góður

Níels A. Ársælsson., 27.5.2010 kl. 07:48

2 identicon

Hanna Birna verður næsti borgarstjóri í Reykjavik........Ekki orð um það meir....Það eru ár og dagar frá því ég hef ráðlagt Sjáldstæðisflokknum eitt eða neitt.  En vil benda á Hönnu sem næsta fotmann flokksins........Guð forði flokknum frá Kristjáni Júliussyni og kúludrottningunni Ólöfu Nordal,  já og núverandi formanni Bjarna Benedikssyni.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 10:02

3 identicon

Vona þú reynist ekki sannspár, Doddi Koddi, Hanna Birna ætti bara að stofna nýjan hægri flokk og sópa þannig að sér fylgi.  Bæði líklegra til árangurs og fljótlegra.

lydurarnason (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband