28.5.2010 | 02:29
STEINKA STIGIN.
Loksins steig Steinka til hliðar. Gott fyrir hana sjálfa og frábært fyrir þjóðina, nú fara raðirnar að þynnast. Endurkoma þeirra þingmanna sem þegar eru í tímabundnu fráhvarfi verður að teljast hæpin eftir útspil dagsins og Guðlaugur Þór, Dagur Bé, Helgi Hjörvar og sexmenningarnir í borgarstjórn eru valtir. Þjóðin heimtar endurnýjun og það mun endurspeglast í niðurstöðu sveitastjórnarkosninganna. Hversu mikil skal ósagt en hún á aðeins eftir að aukast. Í dag var stigið mikilvægt skref framávið í endurreisninni og það skref má Steinka eiga. Óska henni velfarnaðar.
LÁ
Athugasemdir
Um þessa mundir ver ég öllum stundum í garðinum. Umhyggjusemi er allt sem þarf. Árangurinn kemur ekki að fullu í ljós fyrr en eftir mörg, mörg ár. Að gera sitt besta, að sjá vinnuna blómstra, gerir mann hamingjusaman.
Það er þess vegna óendanlega sorglegt, að sjá virðingu og traust þjóðrinnar, sem hefur tekið svo mörg ár að vinna upp, ------ HRYNJA til grunna á svipstundu. Mín skoðun er sú, að við öðlumst aldrei fullt traust á nýjan leik. Skömmin hangir yfir okkur til eilífðar.
Steinunn,---af eða á,----skiftir engu.
Ólafur Hauksson----- er maður að mínu skapi.
Þorður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 10:03
Kjaftæði í Koddanum. Traust munum vér öðlast og Steinunn af er hænuskref á þeirri leið. Skömmin hangir ekki yfir þjóðinni, aðeins sú vinna að ávinna sér sess.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:05
Passaðu þig á vindmillunum.
PONZi
Þorður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 18:20
Steinka tók skrefið. Hinir fóru í "leyfi." Velti fyrir mér hvort þeir séu þá á "biðlaunum." Allavega verður mikil tiltekt hjá fjórflokkunum eftir helgi. Það verður fróðlegt að sjá hver eftirmaður Bjarna Ben verður.
Bkv. úr Grundarfirði.
Þráinn Jökull Elísson, 28.5.2010 kl. 23:10
Rétt skal vera rétt. ------- Vindmylla skal rita með ypsíloni.
Þinn einlægur ------- PONSI
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.