31.5.2010 | 02:28
KOSNINGAÚRSLIT.
Sveitastjórnarkosningar afstaðnar og úrslit marghátta. Óska Gnarr og félögum til hamingju með breytt landslag í borginni en vara við hugsanlegu leikriti stóru flokkanna hvurs markmið yrði að skilja Besta Flokkinn eftir á varamannabekknum með Sóleyju Tómasdóttur. M.ö.o. er Jón ekki orðinn borgarstjóri fyrr en Dr. Spock fer að hljóma í ráðhúsinu. Held reyndar að Proppé verði líka traustur borgarfulltrúi, alltaf haft trú á þeim manni enda hann sem söng : Burt með kvótann! Hér í vestrinu kýs galdrafólkið á Ströndum kommana en kvótagengið andfjarða íhaldið. Því fær Besti Flokkurinn ekki breytt. Annars óska ég velfarnaðar öllu því ágæta fólki sem leggur sig í líma fyrir bæina sína og vona komandi kjörtímabil verði bæði gjöfult og gott.
LÁ
Athugasemdir
Mæli með Dr. Hook.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.