FJÓRFLOKKSHUGTAKIÐ.

Fjórflokkurinn er hugtak sem mörgum hugnast illa.  Telja það ekki standa fyrir neitt og einungis upphrópun stjórnleysisafla.   En þetta er rangt.  Fjórflokkurinn er til og samanstendur af þeim fjórum flokkum sem einokað hafa þjóðgarð stjórnmálanna umliðin ár og áratugi.  Þessi fjórblaðasmári hefur skammtað sér ómælt fé úr ríkissjóði, ofið stjórnsýsluna að sínum þörfum, ekki þjóðarinnar og ráðið miklu um umfjöllun fjölmiðla.  Fjórflokkurinn er samnefnari þeirrar valdaskiptingar sem viðgengist hefur á Íslandi og hefur skotið svo djúpum rótum í þjóðarsálinni að lungi þjóðarinnar hefur ekki getað ímyndað sér önnur stjórnarmynstur en þau sem samanstanda af þessu fyrirbæri, þ.e. Fjórflokknum.  Þangað til núna.  Og þó hinir fjórir strengir Fjórflokksins séu mis falskir er þeir allir hluti eins og sama hljóðfæris.  Tónstiginn sá sami og einungis blæbrigði sem aðskilja.  Fjórflokkinn má segja hluta af ákveðinni tónlistarstefnu sem liðin er undir lok.  Þeir sem reyna að sía í burtu fjórflokkahugtakið festa það einungis betur í sessi alveg eins og diskóboltarnir forðum sem með yfirþyrmandi tilgerð sinni hófu pönkið til vegs og virðingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir, Lýður. Skilgreiningin á fjórflokknum verður varla orðuð betur :)

Kolbrún Hilmars, 3.6.2010 kl. 15:20

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll, Lýður. Ég var alinn upp á pólitísku heimili þar sem hugsjónir jafnaðarmennskunnar voru hafðar í heiðri. Þegar ég hugsa eða ræði um pólitík verður samanburður minn alltaf ósjálfrátt litaður af uppeldinu og ég á erfitt með að sjá hlutina í öðru ljósi en því sem ég ólst upp við. Ég lifi ekki í nútímanum í þessu efni heldur í einhverjum fortíðardraumi sem er vafalaust jafnheimskulegur og hann er mér eiginlegur. Dómharka mín og væntanlega óréttlátt álit á þeim sem gera grín að öllu, sem mér er heilagt, verður því að skrifast á kontó uppeldis míns og á vafalaust engan rétt á sér en vonandi skiptir það ekki meira máli en gæsirnar sem skíta á Elliðaárdalsstígana daglega og engin lög eða reglur ná yfir af því að þær eru hvorki hundar né menn.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.6.2010 kl. 20:55

3 identicon

Þakka væn orð, Kolbrún og við þig, Benedikt, vil ég segja:  Jafnaðarmennskan stendur fyllilega fyrir sínu, það er fólkið sem sem gleymdi sér og atar hugsjónirnar auri.  Eru það jafnaðarmenn sem mingluðu svo innilega með peningaöflunum að þeir gleymdu heilli þjóð?  Jón Gnarr er kannski grín en veki hann okkur til umhugsunar um grunngildin er grínið gott.   Og kannski hefðum við átt að spyrja gæsirnar áður en stígarnir voru lagðir?

LÁ   

lydurarnason (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 21:20

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Kannski er það mesta jafnaðarmennskan að allir skíti þar sem þeim er mál.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.6.2010 kl. 22:43

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Forðum var þetta ort þegar Baldur Hermannsson fór hamförum gegn landsbyggðinni en lét þess getið að hann hefði verið sjálfur í sveit og orðið að búa við það að skíta í flór og skeina sig með töðu.

Mikill er menningarsjórinn
og magnaður afturhaldskórinn.
Í öllu því skvaldri
það skaust upp úr Baldri
að skeit hann hér forðum í flórinn.

Svo sat hann þar geði með glöðu
í gallharðri afturhaldsstöðu,
uns lak út einn mjúkur
afturhaldskúkur.
Svo skeindi hann skutinn með töðu.

 Þetta sendi ég þér bara til gamans.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.6.2010 kl. 22:58

6 identicon

Dágóður kveðskapur þetta, Benedikt, en ég held að hin óhefta einkavæðing hafi verkað þannig að hver skeit þar sem honum sýndist, sannir jafnaðarmenn hinsvegar innheimta töðugjöld.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband