SPRELLAÐ ÚT AF BORÐINU.

Innreið Besta Flokksins inn í höfuðborgina er mögnuð.  Og að heyra fulltrúa fjórflokkanna tala um Bezta Flokkinn er fyndið.  Bara að taka sér orðið í munn um annan flokk er í senn eitursnjallt og niðurlægjandi.  En nú er alvaran tekin við, meirihlutaviðræður um næstu borgarstjórn.  Trakteringar Bezta Flokksins í garð oddvita samfylkingarinnar eru um margt spaugilegar og skemmtilega öðruvísi.  Varast ber þó að ganga of langt, ekki sízt í ljósi þess að átta borgarfulltrúar eru á snærum samfylkingar og sjálfstæðisflokks.  Ný vinnubrögð eru brýn á vettvangi stjórnmálanna en eiga að miðast að hagsmunum borgarbúa, ekki sjálfhverfri sprelliþörf.  Bezti Flokkurinn á mikið erindi og þeim framgangi má ekki spilla.  Sýnið því aðgát í nærveru sála, ekki sízt þeirra sem hugsa ykkur þegjandi þörfina.

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konunguriinn af HLEMMI verður að fá af sér brjóstmynd uppá vegg í Ráðhúsinu. ----Það er nokkuð sem seint verður toppað.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband