5.6.2010 | 03:22
FUGL AÐ VESTAN.
Söngvakeppni Vestfjarða var haldin á Ísafirði í kvöld með pompi og pragt. Umgjörð var til fyrirmyndar og gefur tilefni til framhalds að ári. Helgi Rafn, ungur Kópavogsbúi, kom, sá og sigraði með lagi sínu: Fugl að vestan. Var um latínuskotið stofupopp að ræða, yndislegt lag, algert lím og textinn skemmtilegur. Trúi ekki öðru en Helgi Rafn fái spilun útvarpsstöðva með þessu silldarverki. Minni ennfremur á frábæran kynni kvöldsins, Elfar Loga Hannesson, en fyrirbærið fór á kostum með heimilislegum innskotum sínum. Á morgun er svo rokkhátíðin "Þorskurinn" í Bolungarvík og hvet ég vestfirðinga og aðra sem leið eiga hjá að kíkja við í sumarblíðunni.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.