SUÐUMARK.

Við suðumark var haldin músikhátíð í Einarshúsi í Bolungarvík í dag.  Vel var menningin sótt og mikið um dýrðir, m.a mættur Siggi Björns, trúbadúr og lífskúnstner frá Berlín.  Héraðslæknirinn söng svo hugsanlega sinn svanasöng og táruðust nokkrir undir bullandi miðstýringarádeilunni.  Mugipapa sýndi hvaðan sonurinn fékk punginn og Megas mætti í gervi Elfars Loga Hannessonar.  Kokkar töfruðu síðan fram sjávarfang og höfðu nokkrir þjóðverjar á orði að ekki væri furða þó þessi þjóð væri treg að deila slíku allsnægtarborði með öðrum ríkjum.   Á svona dögum dugir Frónið og jafnvel Kjálkinn einn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gott hjá ykkur að vaka á daginn og vera skemmtileg við hvert annað, vænti þess að læknirinn sé við þolanlega heilsu, en Megas í öðru hlutverki en að vera hann sjálfur, það er eitthvað sem ég skil ekki.  Man sumarnót á Glámu fyrir mörgum árum og þarf að fara að kíkja þarna vestur aftur.  

Hrólfur Þ Hraundal, 6.6.2010 kl. 08:09

2 identicon

Já, Hrólfur Hraundal, nú er fallegasti árstíminn á vesturhjara og næturnar ekki sízt himnezkar.  En Gláma er saga sem jökull og aðeins nokkrir skaflar eftir á stangli.

Kveðja, LÁ

lydur arnason (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 13:31

3 identicon

Kæri Lýður, ég óska ykkur til hamingju með söngvahátíðina. 'Eg átti því miður ekki heimangengt, en strengi þess heit að koma sem fyrst vestur í sumardýrðina.

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 22:11

4 identicon

Félagi Björn.... Skil illa þína forgangsröð, þörfin á hörpunni brýn og ekki sízt þessa helgi.  Er einmitt að fara út úr dyrunum vegna hörpuleysisins....

lydurarnason (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 00:51

5 identicon

Það verður mun fegurra þegar þú ferð frá þessum vonda heima til manna sem kunna þig mest að meta!

Úmbarúmbarúmburomm (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 12:32

6 identicon

Félagi, úmbabúmm...  Bráðum föllumst vér í faðma og þá ekki aftur snúið.

lydurarnason (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband