AÐ SKJÓTA VÍTI Í INNKAST.

Orrahríð sú sem gerð er að Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, vegna launamála seðlabankastjóra kemur  úr hörðustu átt.   Menn sem vörðu eða þögðu yfir pólitískum embættisráðningum, gáfu skít í viðvaranir í aðdraganda hrunsins, tóku þátt í sérsniðnum eftirlaunalögum fyrir foringja sinn, réttlættu bankaleynd, dönsuðu í kringum spillt viðskiptalíf og þáðu þaðan fé ásamt því að sleikja rassa hagsmunasamtaka umliðin ár ættu að líta sér nær og hafa að  minnsta kosti vit á að þegja.   Ennfremur er sorglegt að þingið skuli vilja ganga til samninga um gagnver við aðila sem uppvísir eru að vafasömum viðskiptaháttum.  Með því er þjóðinni færð misvísandi skilaboð og siðferðilegum grundvelli stefnt í tvísýnu.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað er "Bleik brugðið"......Ég spyr;  Er það bara sorglegt, að gera samning við einn af höfuðpaurum hinna mannlegu hörmungar, sem yfir okkur gengur?....ER alveg sama hvaðan gott kemur???....ER það bara varasamt???

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 05:35

2 identicon

Hversvegna er það svo að afglöp ríkjandi valdhafa eru alltaf réttlætt með því að forverar þeirra á valdastólum hafi gert önnur eins afglöp og jafnvel verri.  Er það málefnalegt og til framdráttar þeim sem svo tala?  Eru það vinnubrögðin sem var verið að biðja um í búsáhaldabyltingunni?  Þurfa ekki þeir sem beita þeim réttlætingum að horfa örlítið innávið og reyna að sýna örlitla auðmýkt.

Varðandi gagnaverið þá er þar á ferð fyrirgreiðslupólitík þar sem verið er að klappa á bak flokksgæðingum sem ætla sér stóra hluti í áframhaldandi arðráni þjóðarinnar.

Ólafur Þórðarson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 09:31

3 identicon

Doddi, Koddi...  Má vera að gagnaver sé atvinnuskapandi og í því örvun en innkoma manna sem skilið hafa eftir sig sviðna jörð er skrumskæling á réttu og röngu.  Sammála þér, Ólafur, að ekki tjói að réttlæta böl með því að benda á etthvað annað og minn tilgangur einungis sá að benda á að sumum væri réttast að þegja.  Sem endurspeglar brýna þörf á nýjum mannskap á Austurvelli.

lydurarnason (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 12:32

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson


Auðvitað hefur Jóhanna ekki sagt satt en hvenær hafa stjórnm´lamenn gert það ?

Ég get ekki séð að þessi launamál seðlabankastjóra séu brýnt mál hvað þá brýnasta mál samfélagsins í dag. Þetta sýnir hversu málefnasnauðir sjálfstæðismenn eru. Litlu verður vöggur feginn.  Er þetta mikilvægasta erindi hrunamannanna við þjóðina

Sigurður Þórðarson, 8.6.2010 kl. 22:38

5 identicon

Sjallarnir eru í mikilli tilvistarkreppu, forystan veit sem er að framgangur flokksins er hvarfi hennar sjálfrar undirorpin, tregðan er þó enn yfirsterkari og meðan svo er veður flokkurinn og hratt fækkandi áhangendur í villu.

LÁ  

lydurarnason (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband