9.6.2010 | 01:16
HYLLIR UNDIR STJÓRNLAGAÞING.
Loksins er farið að ræða stjórnlagaþing á alþingi. Meiri kraftur mætti vera í málinu enda vantar samfélaginu sárlega nýjar leikreglur, nýja stjórnarskrá. Sjálfstæðismenn horfa í kostnaðinn og reyndar löngu ljóst að áhugi þeirra á aukinni aðkomu almennings að stjórnun lýðveldisins er takmörkuð. Enda vafamál hvort flokkurinn lifi af þjóðfélagslega endurskoðun. Líkt og evran glímir sjálfstæðisflokkurinn við ótrúverðugleika og búast má við að hvorutveggja verði nafnið eitt innan fárra ára. En stjórnlagaþing vil ég og það sem fyrst.
LÁ
Athugasemdir
Sammála. !!!
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 01:47
HILLIR undir.
En okkur vantar ekki nýja stjórnarskrá, heldur að fara eftir okkar ágætu stjórnarskrá.
Jón Valur Jensson, 9.6.2010 kl. 02:12
Þakka stafsetningarábendinguna, Jón Valur, var einmitt ekki alveg viss. Auðvitað er einfaldast að fara eftir fyrirliggjandi stjórnarskrá en hún hefur verið svo lengi fótum troðin að einhverskonar uppfærslu er þörf. Bendi á kosningalöggjöf og auðlindaákvæði í því sambandi. Spyr að lokum: Er firning (sbr. firningarleið) með i eða y?
Kveðja, LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 13:27
Y (< forn) !
Með kveðju,
Jón Valur Jensson, 9.6.2010 kl. 14:38
Takk, Jón Valur, nú er bara að taka ESB-slaginn með trompi.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 18:20
Já, svo sannarlega, Lýður vestfirzki.
Jón Valur Jensson, 10.6.2010 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.