10.6.2010 | 01:09
EIGNARÉTTUR TAKMARKAÐUR VIÐ 80 ÁR.
Ekki heyrist nú mikið í þeim röddum sem ólmar vilja evru. Myntin sem öllu átti að bjarga berst enda í bökkum og margir metandi spámenn huga henni vart líf. Það skyldi þó aldrei fara þannig að krónuraskatið skyti evrunni ref fyrir rass? Hnignun evrópusambandsins er í flúkti við uppgang kínverja og kom heil sendinefnd þaðan til landsins í dag og undirrituðu seðlabankar landanna gjaldeyrisskiptasamning. Líkur eru á miklum viðskiptatækifærum í austurvegi á komandi árum og Ísland utan ESB þá í algerri sérstöðu. Ríki sem getur ráðið sínum utanríkisviðskiptum á eftir að verða eftirsótt og okkar meginverk nú að undirbúa slíka ásókn með óskoraðri þjóðareign auðlinda. Viðreisn efnahagslífsins gæti nefnilega orðið dramatísk haldi þjóðin rétt á spöðunum. Við gætum til dæmis tekið okkur kínverja til fyrirmyndar í einu en þar í landi getur fólk aðeins átt eignir í áttatíu ár, eftir það renna þær til ríkisins. Með þessu móti tryggir kaupandi sér lífstíðarafnot sem ætti að duga vel flestum. Kannski er þetta skýringin á uppgangi kínverja, að miða einkaeign við eina ævilengd en ekki margra ættliða sem síðan skerma sig frá heildinni og hagsmunum hennar. Í fyrstu kann þessi tilhögun að virðast brjáluð en við nánari skoðun er hún kannski ekki svo galin.
LÁ
Athugasemdir
"Ekki heyrist nú mikið í þeim röddum sem ólmar vilja evru. Myntin sem öllu átti að bjarga berst enda í bökkum og margir metandi spámenn huga henni vart líf. Það skyldi þó aldrei fara þannig að krónuraskatið skyti evrunni ref fyrir rass? Hnignun evrópusambandsins er í flúkti við uppgang kínverja"... Í fyrsta lagi er ekki annað að sjá en að evran virki ágætlega. Lækkar í verði þegar að herðir og svartsýnisspár eru bara það sem þær eru svartsýnisspár. Í öðru lagi er krónan okkar ekki gjaldmiðill í raun heldur þykjustu gjaldmiðill sem við notum til að hafa eitthvað á milli handanna handa hvort öðru hér á landi. Við megum ekki alveg detta af baki þó það sé heill seðlabanki að strörfum til að falsa veruleikann fyrir okkur. Í þriðja lagi þá er Kína enginn makker fyrir Ísland í bráð og lengd. Við höfum ekkert við þá að segja en þeir hafa mikið um okkur að segja ef þeir svo vilja. Að líkja saman ESB og Kína er og samskiftum á milli lýðræðisríkja annars vegar og alræðisríkis hins vegar er ekki landsbyggðarmanni samboðið. Hvorki þér mé mér. Bara svo þú heyrir í einum sem vill ólmur fá aðra mynt í landið og þá helst Evru takk fyrir.
Gísli Ingvarsson, 10.6.2010 kl. 14:19
Stundum geri ég ekki mun á draumi og veruleika. Hvernig er þetta. Höfum við ekki gert viðskipta samning við Kínverja, einir vestræna ríkja, þar sem okkur eru boðin sérstök kjör, sem aðrir hafa ekki í samskiftum við Kínverja.?....Spyr sá sem ekki er viss....... Ég gleðst vegna komu Kínverjanna.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 14:19
Ósamboðnar skoðanir eru ekki til, Gísli minn kær. Aðeins ósamræmi í skoðunum og gjörðum. Gjalmiðill er ekki sjálfstætt starfandi heldur endurspeglar hann frammistöðu þeirra sem á hann trúa og nota. Mín skoðun er sú að framtíð krónunnar sé bjartari en evrunnar, hvort það sé rétt kemur í ljós. Alræðisríkið Kína brýtur vissulega mannréttindi og fólk lýtur þar öðrum stjórnarháttum en við eigum að venjast. Get þó ekki séð að það þurfi að hindra samgang ríkjanna og viðskipti. Frekar en t.d. við bandaríkjamenn sem eru engir englar hvað mannréttindi snertir. Og okkar hlut ráðum við sjálf utan ESB en innan vébanda þess væri okkur ekki heimill fríverzlunarsamningur. Tel ESB því hafa miklu meira yfir okkur að segja en nokkurn tíma stórveldi austurs og vesturs. En þín skoðun, Gísli, er samboðin, líka landsbyggðarfólki.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 22:28
Doddi Koddi.... Sem kínafarar þekkjum við aðeins inn á samfélag kommúnismans sem kom okkur báðum á óvart. Sérlega hugsunarhátturinn sem var býsna kapitalískur. Er sammála þér, félagi Þórður að kínverjar eru ákjósanlegir viðskiptaaðilar og það staðfest um leið og karókísöngurinn byrjar að óma.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 00:29
Ógeðslega gott að hafa krónu ég borga bara 15% vexti, hún hrynur stundum eins og steinn, og pólitíkusar nota hana eins og hóru til að lækka launin okkar og taka eignirnar af okkur þegar þeim hentar, áfram krónan.
kveðja kristján
Kristjan (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.