FJÓRFLOKKURINN ER TIL.

Nú er  maður hættur að skilja, stjórnlagaþingi breytt í útvatnaðan þjóðfund.   Að ósk ósjálfstæðra sjálfstæðismanna.  Æ betur fær þjóðin innsýn í gangverkið, þjóðþrifamál fá einfaldlega ekki framgang.   Þó kvótaframsalið hafi fært erlendum fjármálastofnunum veð í auðlindum þjóðarinnar og skuldsett atvinnugreinina upp í rjáfur vilja stjórnmálamenn halda kerfinu óbreyttu, þó aflasamsetning bendi eindregið til brottkasts horfa stjórnmálamenn framhjá staðreyndum, þó einkaeign auðlinda  færi afmörkuðum hópum mikinn auð en þjóðinni ævarandi afsal láta stjórnmálamenn eins og ekkert sé.   Hvers vegna?   Afhverju eru stjórnmálamenn svona duglausir?  Þjóðin vill stjórnlagaþing, um það var talað og um það kaus þjóðin.   Margir hafa hallmælt hugtakinu fjórflokkur en óðum er að koma í ljós að fyrirbærið er til og heftir allan framgang.  Framundan er að koma að nýju afli inn í alþingishúsið, afli sem stendur vaktina fyrir þjóðina, ekki hagsmunahópa.

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjórflokkurinn lifir góðu lífi.  Þessvegna þorir Hann ekki að láta fara fram kosningar til stjórnlagaþings,....Aftur á móti samþykktu þeir í gær, að reisa Hátæknisjúkrahús. .... Og hana nú.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 06:30

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Aukið vald til höfuðborgarsvæðisins þýðir aukna fátækt og erfiðleika á landsbyggðinni.Kosning til stjórnlagaþing með 2/3 atkvæða við Faxaflóann þýðir það að landið verður eitt kjördæmi þar sem atkvæði læknis á Vestfjörðum skiptir engu máli.Þau öfl sem hafa verið í því síðustu 50 ár að níða niður Landsbyggðina, öfl sem eru að mestu samankomin í stjórnmálaflokki sem hefur S sem fyrsta staf í nafni sínu og læknirinn sem heldur úti þessari síðu virðist í flestum málum vera sammála,öfl sem níða niður landbúnað og sjávarútveg og vilja ræna honum af landsbyggðinni,þau öfl munu þá fá alræðisvald við að ganga frá landsbyggðinni og landinu því sem næst dauðu, til viðbótar því sem hrunöflin í 101 R.vík hafa þegar gert af sér.

Sigurgeir Jónsson, 12.6.2010 kl. 11:36

3 identicon

Já, Doddi Koddi, hátæknisjúkrahús virðist lifa í fátæktinni, arfavond hugmynd og skaðleg grunnþjónustunni.  Sigurgeir, þú situr á stólpípu sem byrjar á S og endar á bless.

lydurarnason (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 13:37

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eg þakka ókeypis læknis greiningu að vestan með engum fyrirvara.Hér á Suðurnesjum er ekki hægt nema með þriggja vikna fyrirvara að fá læknisgreiningu.En stólpípulækningar Jónínu Ben. eru hér til staðar og mér sínist að stólpípur séu líka þekktar fyrir vestan.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 12.6.2010 kl. 15:39

5 identicon

Sigurgeir á Suðurnesjum....   Reyndar eru stólpípulækningar lítt reyndar í vesturbyggð og um skottulækningar að ræða.   En litlu skiptir hvaðan gott kemur.

lydurarnason (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband