14.6.2010 | 03:15
AÐ BREYTA VÍNI Í VATN.
Vatnalög eru nú til umræðu á alþingi. Og enn og aftur karpa menn um eignarétt og nýtingarétt. Og enn vara sumir við þjóðnýtingu og sjá í orðinu heimsendi. En þjóðnýting landsins gagna og nauðsynja hlýtur að vera af hinu góða komi hún í veg fyrir að einstaklingar geti í krafti eignaréttar varið þjóðina aðgangi að auðlindum, jafnvel í skorti. Saga og reynsla hefur sýnt af hverju fjármagnsöfl stjórnast og mikið væri andvaraleysi ráðamanna ef þeir sýndu ekki viðspyrnu. Íslendingar þurfa samhæfð auðlindalög sem gilda um vatn, fisk, orku og náttúru, lög sem tryggja fólkinu í landinu sinn aðgang og sinn skerf í allri nýtingu. Enginn er hér að tala um kommúniska þjóðnýtingu eins og einkavæðing sjálfstæðisflokksins reyndist vera, sem gekk út á að einkvæða gróða en ríkisvæða skuldir, heldur tryggja ætíð aðgang almennings að auðlindum í skorti, tryggja ríkinu og þar með samfélaginu sinn skerf í hverskonar nýtingu og hamla okri og fákeppni í verðlagningu. Þetta brýna verkefni liggur nú fyrir ráðamönnum og byrjunin er að fella vatnalögin frá 2006 endanlega úr gildi og semja ný, þjóðvænni lög. Þeir sem sjá í þessu einhvern afbrigðilegan isma hljóta að vera þess umkomnir að geta breytt víni í vatn.
LÁ
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér, kæri vinur......Ég man það svo vel, að þjóðnýting á vatni væri argasti kommúnismi....... Mikið væri væri hægt að umbera marga, ef þeir gætu breitt vatni í vín.....Það hefur svosem verið gert......Þá vildi ég að sjórinn breittist í vín.....Annað eins hefur mönnum dottið í hug.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 09:59
bíð eftir að Tryggvi Þór Herbertsson komi með ,,röksemd" um það að samyrkjubúin í Ísrael eða olíuauður Norðmanna sé þjóðnýtingartímaskekkja frá tímum Gúlaganna ..
.. en kannski er maður orðinn svona gamall(?) að lög virðast skipta litlu máli í þessu landi, því fjármagnið er alltaf verndað fyrst - og svo eru til ótal leiðir til að fara kringum lög: eignarétti breytt í nýtingarrétt eða leigu; sneitt framhjá fyrningarleiðinni; fyrirtæki sett á hausinn og allar eignir fluttar annað svo Björgólfur Thor geti haldið áframpókerspilinu.
líklega eru bæði þessi mikilvægu mál, vatnalögin og stjórnlagaþingið, vísvitandi málþófuð og kjammsað á þeim og þau tafin vegna þess að það hentar hinum nokkur hundruð eigendum Íslands og fulltrúum fjármagnsins að hvorki verði gerðar of drastískar breytingar á á stjórnarskrá né eignaréttinum.
með lögum skal land byggja? hah! nibb, með vinatengslum, spilltum hefðum, (mútum?), hagsmunapoti, hlutabréfabraski, nefndarsetum, bílastyrkjum, snekkjum, ráðstöfuðum sendiherra- og seðlabankadjobbum frá besta vini aðal til besta vinar aðal osfrv osfrv
Hc (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 15:23
Microsoft, Bechtel og AlCoa eru annars argasti kommúnismi ef út í það er farið
Hc (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 15:32
Afstaða sumra til auðlindanýtingar er augljóslega samtengd hagsmunaaðilum enda leita þeir stíft eftir ginkeyptum stjórnmálamönnum. Finnist fólki þetta fjarstæða ættu hinir sömu að lesa inngangsorð Styrmis Gunnarssonar að nýjustu bók sinni. Þau segja allt sem segja þarf og ekki var sá ágæti maður ysti koppur í búri.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.