BIRGITTA VAR KOKKUR KVÖLDSINS.

Eldhúsdagur þingsins var að venju karp í beinni.  Þó er einn og einn þingmaður einlægur í máli sínu og tónninn sannur.  Einlægnisverðlaun kvöldsins fær að mínu mati Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar.   Pollróleg færði hún okkur sannleikann um vatnið og nauðsyn þess að forða því frá einkavæðingu.  Lýsti líka þeirri staðreynd hversu nauðsynlegt það sé þjóðinni að eignast nýja stjórnarsakrá þar sem fólkið sjálft ákveður þyngdarpunktinn.   Tilfinning mín yfir ræðu Birgittu var sú að þessi kona væri sönn og leiðarljós hennar heildin.  Sem ekki er hægt að segja um suma aðra, frasakenndir loftbelgir og gjörsamlega bundnir á flokksklafa.  Og þegar menn bjóða fram krafta flokka sem dingla á þingi líkt og hátæknisjúkrahúsið, stutt af kerfinu en án allrar eftirspurnar annars, hlýtur maður að velta fyrir sér dómgreindinni, er ekki nóg að gert?   Hvað þarf mörg þjóðarhrun til að fólk skynji sinn vitjunartíma?  Steingrímur er alltaf glúrinn ræðumaður sama þó hann fari með fleipur en líka vil ég hrósa Þráni Bertelssyni fyrir að ámálga alþingishefðir sem virðast í forgangi fram yfir skilvirkni.  En kokkur kvöldsins var Birgitta Jónsdóttir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að komast klakklaust í gegnum ruslpóstvörnina, er minn mælikvarði á snilld.  Að halda út eldhúsdagasumræður, ---- krefst greiningar.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 04:58

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Algjörlega sammála.

Birgitta Jónsdóttir hefur komið manni þægilega á óvart síðustu mánuði og er nú svo komið að mér hlýnar um hjartaræturnar í hvert skipti sem hún tekur til máls.

Níels A. Ársælsson., 15.6.2010 kl. 07:38

3 identicon

Hæ Nilli !

Ætli maður geti sótt um fæði og húsnæði hjá henni ?

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 08:58

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já hvernig væri það Doddi, hún kanski leigir okkur forstofuherbergið sitt ?

Við gætum skiptst á að fara út með hundinn ....

Níels A. Ársælsson., 15.6.2010 kl. 09:14

5 identicon

Þórður, þú ert í fæði hjá Láru Kláru og strákar, nær væri að bjóða þingkonunni vestur í grill og gistingu í stað þess að leggjast upp á hana í hennar heimahúsi.  Dæmigerðir Viagrapungar.

lydurarnason (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 11:49

6 identicon

Hverskonar Viagra - punga - kjaftæði er þetta eiginlega ? ----- Þarf nokkuð að ræða  það frekar ?

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 15:18

7 identicon

Þórður ertu ekki hættur að pissa á skóna eftir að þú byrjaðir að taka viagra

kvsigh

sigurdur j.hafberg (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 18:47

8 identicon

"Maður á ekki að hlægja að brandara fyrr en í blá lokin". (Davíð Oddsson í gær.)

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband