16.6.2010 | 12:53
HVALVEIÐAR PRÓFSTEINN ESB?
Samkvæmt fregnum verða íslendingar að hætta hvalveiðum ætli þeir sér inngöngu í evrópusambsandið. Er krafan að undirlagi þjóðverja. Strax vilja nokkrir þingmenn draga umsókn okkar til baka og afgreiða málið fyrir sumarlokun þings. Samfylkingarkona sagði útflutningstekjur okkar af hvalveiðum 5000 þúsund krónur og minnir þannig á lítilvægi þessara veiða í heildarsamhenginu. Þetta sýnir ágætlega kortlagninguna og þá eftirgjöf sem margir eru tilbúnir að veita í þágu aðildar. Vona bara að fréttin sé rétt og krafan sé ófrávíkjanleg af hálfu þýzkra. Með því fengist strax prófsteinn á raunverulega legu Íslands gagnvart viðsemjendum sínum.
LÁ
Athugasemdir
Bannað éta hrossakjöt.------Bannað að gera þetta eða hitt. ------Borga og borga, meira í dag en í gær. Er allt orðið endanlega hringlandi vitlaust. Mætti ég heldur biðja um samband við Kínverjanna.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 19:22
Doddi Koddi. Kína á eftir að gera Ísland að uppáhaldsgæludýri, okkar að sjá um lausagönguna.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.