RAFMAGNSBÍLABORG.

Reykjavíkurborg ætti að ríða á vaðið með rafmagnsbíla.  Borgarstjórinn byrja á eigin ökutæki og skylda síðan lúxussnúðanna í orkuveitunni að gera slíkt hið sama enda ótækt að slík stofnun aki um á bensínhákum.   Doktorinn gæti umbreytt almenningsvögnunum til sömu áttar og Dagur hjólað.  Að gera Reykjavík að fyrstu rafmagnsbílaborginni er verðugt verkefni og vistvænt, myndi flýta rökréttri þróun og það sem mestu skiptir, vekja athygli.  Hvílíkur umsnúningur fyrir íslenzka þjóð að geta flutt út rafmagn í stað innflutnings á bensíni.  Og dásamlegt fyrir hnöttinn okkar sem súrnar með hverju ári.  Tæknin er til staðar og markaðurinn.  Eftir hverju er beðið?

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reykjavík er fyrsta reyklausa höfuðborgin í heiminum. ------ Nú ætlar grínari að útrýma bensíninu.  Það á eftir að sannast; ---- að sí og Æ eru einföldustu lausnirnar Bestar. ---- Jón Gnarr á eftir að útrýma ótal mörgu úr Mattador spilinu.

Sá hlær best, sem hlær í blá lokin !!!

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 05:49

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég held að mikilvægara væri að endurskoða hamingju Íslendinga yfir að hafa sloppið við lestarsamgöngur. Ísland er þannig skapað að hefðum við þannig hringleið, norður um og suður um, þá fengju þjóðvegirnir 70-80% frí og flug þyrfti bara í slysatilfellum og svo fyrir stressaða.  Strandsiglingar yrðu óþarfar en auðvita þyrfti að nota fluttninga tækji til að þjónusta starndbigðir út frá lestinni. 

Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2010 kl. 06:35

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir með þér Þórður Sævar. Sá sem best hlær , hlær við sólu, gróanda og fjölskyldu sinni en minna við fíflaskap.  Þar fyrir utan þurfum við alltaf að gefa kjörnum fulltrúum færi á að sanna sig og nú eru að sannast orð J.G. að hann ætlar ekki að gera neitt annað en það sem Hanna Birna stefndi á að gera.  Hann ætlar hinsvegar að eiga heiðurinn.  Horfið á.       

 

Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2010 kl. 07:17

4 identicon

Srákar og sérlega þú, Hrólfur Hraundal.  Samantekið stóð Hanna Birna sig með prýði.  Hún starfar hinsvegar undir ónýtu vörumerki sjálfstæðishugsjónarinnar.  Sjálfstæðisflokkurinn lá lengi undir ummælum klíkustjórnmála og spillingar en svaraði jafnan að slíkar ásakanir væru uppspuni og fráleitar.  Annað kom á daginn.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur stórskaðað gilda hugmyndafræði og að mínum dómi útilokaður sem uppbyggingarafl í íslenzkum stjórnmálum.  Ekki vegna Hönnu Birnu heldur þrátt fyrir Hönnu Birnu.

lydurarnason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband