LÆKNAR MEÐ SKOTT.

Trúin flytur fjöll.  Ekki sízt í lækningum.  Hveitipillur hrífa, saltvatnssprautur, úthreinsanir, grasaseyði, sjóböð, leirböð og müllersæfingar.  Samantekið ætti að vera sama hvaðan gott kemur og hverjum frjálst að ákveða hvað sé gott fyrir eigin heilsu og hvað ekki.  Oftar en ekki bítast þeir sem þjónustuna veita og finna öðrum í sama geira allt til foráttu.  Sérlega er togstreita milli hefðbundinna lækninga og svokallaðra óhefðbundinna lækninga.  Þessir aðilar reyna jafnvel að afmá verk hvors annars.  Sú viðleitni getur reynst skaðleg og vísa ég sérlega til þess þegar fólk er hvatt til að hætta lyfjainntökum.  Þó lyfjaát í þessu landi sé vissulega langt utan þarfamarka skal gæta varúðar í slíku.  Samráð þjónustuaðila væri auðvitað best en því miður alltof sjaldan viðhaft og misgengið veldur sjúklingum ráðvillu.  Í slíkum tilvikum er öruggast að treysta á vísindin en hinum sem velja óvissuferðina vonandi ljóst að slíkum túrum fylgir áhætta.  Nákvæmlega eins og í lífinu sjálfu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband