BLEIKIR BOSSAR Í TÚNI.

Í nótt velta landsmenn sér upp úr dögg, ekki pólitík eđa skuldum.  Allsberir á Jónsmessunótt.  Fagna fćđingu Jóhannesar skírara án ţess ađ vita af ţví.  Alveg eins og myntkörfulánin sem veitt voru og tekin án ţess ađ nokkur vissi hvađ og hvernig.   Alveg eins og hćstiréttur sem dćmdi ţessa gjörninga tekur ekki afstöđu til framvindunnar.   Ţannig vona íslendingar  iđulega meira en vita  og í ţví felst reyndar ákveđin hamingja.   Trúin flytur fjöll og gerist ţađ ekki fara menn hringinn.   Fólk auđgast, fer á hausinn, réttir úr kútnum, eđa ekki og drepst.  Eina réttlćti lífsins er dauđinn, glíman ţangađ til einatt óréttlát og ósanngjörn.  Ţess vegna er gott ađ rúlla um í dögginni, fyrir allra augum međan bođlegt, síđan í einrúmi.   Nektin er jú samţćtting tegundarinnar, í henni erum viđ öll eins og ekkert sem ađskilur nema tímans tönn.   Sem ađ vísu gerir gćfumuninn... 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér má segja ---- já og amen.

Ţorđur Sćvar Jonsson (IP-tala skráđ) 24.6.2010 kl. 04:01

2 Smámynd: Níels A. Ársćlsson.

Góđur ...

Níels A. Ársćlsson., 24.6.2010 kl. 08:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband