25.6.2010 | 03:01
FYRNINGIN FYRND.
Ekki veit ég til hvurs við erum að kjósa ríkisstjórn. Miklu einfaldara væri að fíra bara LÍÚ-genginu inn í alþingissali og hafa uppi á borðum hverjir stjórna þessu landi. Margyfirlýstu fyrirheiti ríkisstjórnarinnar um fyrningu aflaheimilda er frestað og kjósendur hafðir að fíflum. Sé fyrningin svona vitlaus þá stígi forkólfar ríkisstjórnarinnar fram og skýri það fyrir alþjóð. Að skýla sér á bak við einhverja nefnd er aumt, svo aumt að orð ná ei yfir. Séu þetta hin svokölluðu umræðustjórnmál vildi ég frekar athafnastjórnmál forveranna.
LÁ
Athugasemdir
Thetta er alveg ömurlegt ástand. Ég var mjög ánaegdur med ad Samfylkingin og VG myndudu ríkisstjórn. NÚNA hins vegar hef ég ordid fyrir MJÖG miklum vonbrigdum vegna STÓRKOSTLEGRA SVIKA thessarar stjórnar.
SVIKIN FELAST Í THVÍ AD EKKERT Á AD GERA TIL THESS AD AFNEMA KVÓTAKERFID. GLAEPA OG RAENINGJAKERFI SEM ER AUGLJÓSLEGA RANGT Á ALLAN HÁTT.
5% árleg fyrning var blaut tuska í andlit kjósenda og gróf módgun. En núna fá kjósendur Samfylkingarinnar og VG höfud sitt umvafid med hlandblautri skeinitusku. 0% fyrning EKKERT Á AD GERA.
Íslensk stjórnmál eru svik og prettir. LÍÚ hefur alla stjórnmálaflokkana í sínum vasa.
Lausnin er svo sannarlega EKKI D eda B. Gott fólk gaetu thid hugsad ykkur ad fá gosana tvo Bjarna og Sigmund til thess ad stórna landinu. Ímyndid ykkur thessa gosa í lykilstödum. HVÍLÍK MARTRÖD
Nei...nú verdur fólkid sjálft ad gera eitthvad í málunum ef thad vill ekki vera thraelar heimskra dindla.
Svik & Prettir (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 08:27
Ef við skoðum hverjir sitja á Alþingu og bakland hvers og eins þingmanns þá sjáum við skottin undan hverjum stól.
Þarna eru margir úlfar í sauðagærum.
Það verða sjálfsagt engar breytingar fyrr en skellur svo duglega í að ekki verður bundið um.
Níels A. Ársælsson., 25.6.2010 kl. 09:08
Þá óskum við öllum þegjandi þörfina !!!
Þorður Sævar Jonssondoddiafi (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 12:18
Þegar kúrs er tekinn skal honum haldið, til þess er valdið.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 12:35
Þú syngur sama sönginn og þau, sem krefjast þess að allur veiðiréttur við Ísland verði færður til Ríkisins í R.vík. , að það sé bara LÍÚ sem hafni því.Staðreyndin er að Landsamband Smábátaeigenda, Sjómannasamband Íslands, Farmanna og Fiskimannasambandið, Samband fiskvinnslustöðva, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og mörg sveitarfélög hafa alfarið hafnað ríkisvæðingu veiðiréttarins.Vestfirðingar höfnuðu til að mynda þeim stjórnmálaöflum í sveitastjórnarkosningunum sem hafa talað fyrir því að veiðirétturinn verði færður til Ríkisins í R.vík.Þú átt að hætta að trúa lygum Samfylkingarinnar.Ég trúi því að það komi að því.
Sigurgeir Jónsson, 25.6.2010 kl. 20:06
Kæri Sigurgeir. Afnám fiskveiðistjórnunarkerfis sem ekki bara hefur veðsett atvinnugreinina út um alla heimsbyggðina heldur einnig mismunað jafnræðisreglu þegnanna á ekki skilið annað en úthrópun. Þetta er ekki flokkspólitískt mál, ekki byggðamál og ekki vafamál heldur aðkallandi þjóðþrifamál. Og lykilatriði er að hafa hagsmunaaðila aðeins með í ráðum en alls ekki í ákvarðanatökunni sjálfri.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.