BETRA ER AÐ SITJA Á FATI EN STANDA Á GATI.

Gengislánin sem hæstiréttur dæmdi ólögleg nýverið viðgengust í 10 ár.   Heilan áratug var þessu sprautað í landslýð og lögfræðingarnir sögðu ekki neitt.  Auðvelt að vera vitur eftir á, segja þeir núna en fari svona gjörningur framhjá öllum lögspekingum eins lands í 10 ár, er þá ekki eitthvað að?  Alveg eins og útrásin þar sem öllum viðteknum gildum hagfræðinnar var umsnúið og enginn sagði neitt.   Læknar vita sömuleiðis að sjúkdómsvæðing nútímans og oflækningar er að sliga heilbrigðiskerfið en meðan þeir sjálfir njóta góðs af segir enginn múkk.   Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru í sömu stöðu, kæfa allar umbætur í fæðingu.   Auðlegð og velgengni, framganga og menntun hafa notið virðingar í okkar samfélagi.  Svo sem ágætt en ofmat er hættulegt.  Það hefur sýnt sig.  Á viðsjárverðum tímum eins og núna er hverjum og einum hollt að meta hlutina frá eigin brjósti og láta ekki fífla sig í blindni.   Betra er að sitja á fati en standa á gati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó --- þú guðs volaða þjóð.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 04:05

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Mikið rosalega eiga þessi orð Einars Ben vel við í dag.

Þú fólk með eymd í arf.

Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,

litla þjóð, sem geldur stórra synda,

reistu í verki

viljans merki,-

vilji er allt sem þarf.

Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi.

Upp með plóginn Hér er þúfa í vegi.

Bókadraumnum

breytt í vöku og starf.

 

Þú sonur kappakyns.

Lít ei svo með löngun yfir sæinn,

lút ei svo við gamla, fallna bæinn,

byggðu nýjan,

bjartan hlýjan,

brjóttu tóftir hins.

Líttu út og lát þér segjast, góður,

líttu út, en gleym ei vorri móður.

Níð ei landið,

brjót ei bandið,

boðorð hjarta þíns.

Níels A. Ársælsson., 26.6.2010 kl. 09:51

3 identicon

Þakka þér fyrir, Niels.!

Maður setur hljóðan.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 10:53

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þakka þér Þórður ...

Já þetta er svakalegt hvernig komið er fyrir þessari þjóð og svo virðist sem eintómir huglausir aumingjar og lítilmenni veljist inn á Alþingi ....

Ef ekki verður breyting á og það strax þá er ekkert um annað að ræða en frönsku aðferðina.

Níels A. Ársælsson., 26.6.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband