27.6.2010 | 00:39
EINANGRUN Á EINANGRUN OFAN.
Ályktun félagsmálaráðherra þess efnis að sjálfstæðisflokkurinn væri búinn að einangra sig sem hægri öfgaflokkur andstæður alþjóðasamvinnu er hláleg. Rétt að umræddur flokkur er einangraður en það er ekki vegna evrópustefnunnar heldur spillingar. Spilling gerir sjálfstæðisflokkinn óstjórntækan og aðra flokka fráhverfa til samstarfs. Hinsvegar er það flokkur félagsmálaráðherra, samfylkingin, sem er einangruð vegna stefnu sinnar í evrópumálum, það er hún sem treður upp á þjóðina vegferð sem enginn áhugi er fyrir. Samfylkingin virðist þó hafa trú á að aðild Íslands í ESB sé heillaskref fyrir þjóðina en sjálfstæðisflokkurinn rígheldur enn í þann rétttrúnað að án sjálfstæðisflokksins hætti jörðin að snúast.
LÁ
Athugasemdir
Sæll Lýður
Ég hef áhuga á að ganga í ESB. Ég er hluti þjóðarinnar. Ertu ekki of niðurstöðugjarn?
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.6.2010 kl. 14:15
Kannski, Hjálmtýr, er ég of niðurstöðugjarn. Hef þó sagt mína afstöðu hvað ESB-aðild varðar markast af eigin reynsluheimi, s.s. að sá stóri éti þann litla. Rökræða og síðan samningur Íslands og Evrópu mun alltaf verða matsatriði og túlkun manna misjöfn á kostum, göllum, hverju skal fórna og hverju ekki. Hef að auki ekki séð nein önnur stjórnmálasamtök styðja ESB-aðild nema samfylkinguna og tel hana flæðisker í þessari vegferð. En að sjálfsögðu eiga allir að lúta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þegar að henni kemur.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 18:16
það er rétt hjá Lýði það er spillingarstimpillin sem flokkurinn getur ekki þvegið af sér. ekki frekar en Lady Mackbeth forðum blóðblettina. esb getur hinsvegar ekki einangrað neinn það er of víðtækt. við erum í ees og það þvoum við heldur ekki af okkur. svo....það er búið að gleypa okkur.
Gísli Ingvarsson, 27.6.2010 kl. 22:00
Meginmunurinn á EES og ESB er sá að sem stendur getum við hafnað lögum evrópusambandsins. Innan þess er sá möguleiki fyrir bí. Sumir meta þetta neitunarvald lítils, aðrir mikils. Mín sannfæring er sú að enginn þjóð er gleypt sem getur sagt nei.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.