PELASTIKK.

Dómur hæstaréttar varðandi gengislánin er mjög afhjúpandi.  Hann er gríðarlegur áfellisdómur yfir bæði bönkum og eftirlitsstofnunum, hann afhjúpar mjög stöðu lántaka gagnvart lánveitanda og svívirðilega sjálftöku þess síðarnefnda.    Og sem slíkur er dómurinn fagnaðarefni.  Á hinn bóginn viðgekkst rányrkjan svo lengi að höggið er bylmingur fyrir bankana auk þess sem niðurstaðan hallar mjög á þá lántakendur sem ekki tóku gengistryggð lán.   Þetta mun óhjákvæmilega veikja nýju bankana og valda misklíð milli hinna fjölmörgu skuldara þessa lands.  Engu að síður er hæstiréttur okkar æðsta dómstig og honum skal hlíta.  Hvernig bundið verður um hnúta skal ósagt en klárlega er þjóðinni enginn greiði gerður falli fjármálakerfið á hliðina né skelli á skálmöld á skuldamarkaði.  Ríkisstjórnin er því nauðbeygð að finna einhverja útleið og líkast er hana að finna í einhverskonar viðmiðunarvaxtastigi sem bæði skuldarar og bankar geta sætt sig við.    Já, hár er mykjuhaugur þessarar ríkisstjórnar og megnið eftir aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Ég sé hvergi í lögum um vexti og verðbætur minnst á gengistryggð lán. Er kannski allt bannað sem ekki er leyft samkvæmt lögum?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.6.2010 kl. 10:02

2 identicon

Held það sé hárrétt, Benedikt, allt sem ekki er lagalega leyft er bannað. 

lydurarnason (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 11:11

3 Smámynd: Billi bilaði

Það stendur í lögunum hvaða vextir skuli gilda. Þráinsdómurinn staðfestir það.

Þessir aðilar, lánastofnanir og ríkisstjórnin máttu ekki heyra minnst á sanngirni áður en dómur féll. Lánþegar eiga því ekki að taka í mál aukin lögbrot eftir að dómur er fallinn.

Ef við sem erum „bara“ með verðtryggð húsnæðislán viljum fá „sanngirni“ þá eigum við að flykkjast um Hagsmunasamtök Heimilanna, og málarekstur Sigurðar G. varðandi forsendubresti í verðtryggðu lánunum, en ekki karpa við gengislánahafa, þó að þar hafi fengist réttlæti.

ES: Ég er með 1 bílagengislán sem er innan við 5% af mínum lánum. Ég tel mig því tala frekar sem verðtryggingarlánamann, og samgleðst þeim sem nú geta loks sofið á nóttunni.

Billi bilaði, 28.6.2010 kl. 15:54

4 identicon

Þetta er allt gott og blessað, verðum samt að halda fjármálakerfinu á floti, ekki þess vegna heldur fólksins í landinu.

lydurarnason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 00:42

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll, Kristján. Í Þráinsdómi stendur:,, Enda þótt lögin kveði ekki beinlínis á um bann við því að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlenda gjaldmiðla þá þykir samkvæmt framanrituðu sýnt að með þeim hafi verið felld úr gildi heimild til að tengja skuldbindingar í íslenskum krónum við erlenda gjaldmiðla. Óhjákvæmilegt er að líta til vilja löggjafans við túlkun laganna.'' Ekki ætla ég að deila við dómara eða efast um niðurstöðu hæstaréttar. En enginn hefur alltaf rétt fyrir sér. Ég giska á að þessi fullyrðing eigi líka við um hæstarétt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 29.6.2010 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband