30.6.2010 | 02:56
AÐSKILNAÐUR LÖGGJAFA- OG FRAMKVÆMDAVALDS.
Ályktun samfylkingar um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds sem í framkvæmd yrði að þingmenn gengdu ekki samhliða ráðherrraembættum er tímabær. Einhverjir þingmenn munu þráast við en framtíðin er ekki þeirra. Ráðherraræðið sem viðgengist hefur er að renna sitt skeið enda sýnishorn stjórnarhátta sem leiddu til hruns. Þingið þarf að ná fyrri vigt og virðingu en ekki snúast um örfáa ráðherrra sem iðulega eru fjarverandi. Vona samfylkingin leggi allt sitt í þetta mál og snúi samstarfsflokknum á sveif með sér. Kominn tími til að ríkisstjórnarflokkarnir gangi í takt og þetta mál er hugsanlegur kandídat.
LÁ
Athugasemdir
Mikil er trú þín frændi.--- Tómt bull, sem ekki verður að veruleik á þessu kjörtímabili.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 06:09
Doddi, Koddi. Veit ég vel, ekki á þessu kjörtímabili en hugsanlega því næsta...
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 11:36
Það má láta sig dreyma. Hvað segja Sjálfsæðismenn við þessu? Ekki geta þeir samþykkt neitt sem Samspillingunni með þeim dettur í hug að framkvæma.
Gísli Ingvarsson, 30.6.2010 kl. 15:35
Líklegast er þessi ályktun samfylkingar til vinsælda gerð og dagar uppi. Enda breytingar ólíklegar nema báðir ess-flokkarnir standi utan stjórnar. Mín von er sú að það muni gerast í næstu kosningum og þá er aldrei að vita hvað gerist...
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.