3.7.2010 | 05:31
UNDIR BLÁHIMNI.
5° hiti í Bolungarvík í nótt, norðanbál og hálfgerður hryssingur. Bænum skipt í blátt og rautt og hittust hinar andstæðu fylkingar á Þjóðólfsvegi núll. Nokkrir hundar röltu skrúðgönguna. Í ríkisstyrktum skógarlundi kyrjaði vargurinn síðan sönginn um göngin en hafði fyrr um daginn þegið ókeypis pylsur undir þakskeggi náttúrufræðistofnunar. Frístundaveiðimenn sátu á bryggjupollanum og lönduðu framhjá vigt meðan löghlýðnir þorparar streymdu á dansleik. Þar rifust menn um litinn á kirkjunni, kvótann og þorrablótið og dönsuðu á meðan polka. Hljómsveit hússins var í andaslitrunum og leið inn í eilífðina með laginu um gula kafbátinn. Síðan var gengið heim undir bláhimni.
LÁ
Athugasemdir
Takk fyrir mig.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.7.2010 kl. 08:26
Tækifærin til að fjasa eru sannarlega ekki látin ónotuð í Bolungarvík.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.