OFVIRKNI LÆKNASTÉTTARINNAR.

Íslendingar nota miklu meira af ofvirknilyfjum, Rítalín/Concerta, en nágrannaþjóðirnar og líklega eigum við heimsmetið í þessum austri.  Fréttamaður tók einn ágætan starfsfélaga minn tali og taldi hann að vinna þyrfti betur í yngstu aldursflokkunum, þar væri notkunin mest og vaxandi.   Skondið að minnast ekki á tillegg eigin stéttar en réttindin til þessara uppáskrifta eru einmitt í hennar höndum.  Vandamálið hlýtur að vera læknastéttin sjálf sem telur æ minni frávik mannlífsins sjúkdóma sem þurfi að greina og meðhöndla.  Held heilbrigðisráðherra ætti að íhuga frí þessari stétt til handa og sjá hvort þjóðin myndi ekki frískast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Lýður, ekki státa ég af læknamenntun heldur er ég óbreyttur háseti á togara.

En samt sem áður undrast ég þessa áráttu að þurfa að sjúkdómsgreina alla og setja á lyf. Kraftmiklir og skrítnir einstaklingar standa oft mikið framar en hinn svo nefndi meðalmaður. Oft hef ég hugsað sem svo, að ef Einstein hefði fæðst fyrir tuttugu til þrjátíu árum hér á Íslandi væri fyrir löngu búið að greina hann með alls kyns frávikseinkenni og jafnvel setja kallræfilinn á lyf. Þá hefði engin afstæðiskenning orðið til.

Þekktir listamenn og hugsuðir sem hafa set mark sitt á heiminn þóttu stór undarlegir í háttum, þeir hefðu e.t.v. verið greindir sjúkir hér á landi ef þeir væru uppi í dag?

Kannski er ég svona viðkvæmur fyrir þessu vegna þess að ég er frekar sérlundaður og undarlegur að eðlisfari. En ég er feginn því að hafa fæðst fyrir daga greiningar áráttunnar.

Þrátt fyrir sérvisku og undarlegt lundarfar hefur mér ekki gengið neitt ver en öðrum í lífinu. Mér finnst líka nauðsynlegt að menn séu skrítnir, annars verður þetta óttalega flöt tilvera.

Jón Ríkharðsson, 27.7.2010 kl. 07:28

2 identicon

Saell kollegi. Takk fyrir thetta. Thu gerir létt grín ad thessu og thad er gott hjá thér. Sídustu árin hvefur uppáskrift thessara lyfja Rítalin/Conserta verid 8-9 x meiri ár hvert á Íslandi samanborid vid Sví, Nor, Danm.  Thad er audvitad ekki edlilegt. Mig grunar sterklega ad thad sé í raun thunglyndi sem vid erum ad medhöndla hjá thessum börnum oft vegna efidra uppeldisadstaedna og stundum vanraekslu. Thad má ad sjálfsögdu ekki nefna. Vitaskuld thurfa einhver börn lyfin en varla allur thessi fjöldi.  

gp (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 08:43

3 identicon

Auðvitað á aldrei að gefa einhverjum lyf ef þau hjálpa viðkomandi ekki. En ég er ekki viss um að hér á landi sé ávísað of mikið af Rítalín/Concerta/Strattera osfrv. Frá mínum bæjardyrum séð er einfaldlega boðið upp á betri þjónustu fyrir ofvirka hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, sérstaklega hvað varðar fullorðna með adhd. Er ég virkilega þakklát "kerfinu" hér.

Einstein hefði örugglega skrifað afstæðiskenninguna sína ef hann hefði fengið lyf - ef hann var þá með adhd, sem ég veit ekkert um - en hann hefði þá etv munað eftir því að fara í klippingu, karlinn ;)

Í alvöru talað, þá vil ég benda ykkur á að enn eru svo mikir fordómar gagnvart þessum lyfjum, að mörg börn og fullorðnir fá ekki greiningu og lyf. Getur það leitt til þunglyndis (t.d. vegna ósamræmis á milli gáfna og árangurs í námi), mikilla reykinga (níkótín virkar vel gegn athyglisbresti), óplönuðum þungunum (vegna hvatvísis) og meira einelti en nú er. 

Aðgát skal höfð í nærveru sálar,

segir móðir á lyfjum sem á strák sem er stundum á lyfjum og fósturson á lyfjum vegna adhd 

48 ára með adhd (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 14:47

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þarf það að sýna fordóma þó menn undrist ótrúlega mikla neyslu á sumum lyfjum? Ekkert sérstakt sýnir, með tilliti til meðferðarárangur, að íslenskt geðheilbrigðiskerfi sé betra en á norðurlöndunum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.7.2010 kl. 18:36

5 identicon

Sæl. öllsömul.  Fagnaðu því, Jón Ríkharðsson, að fá að vera skrítinn í friði.  GP kollegi segir mig gera grín en það er misskilið, sjúkdómsvæðing er fúlasta alvara og vildi ég sjá fleiri stéttarbræður koma fram, bæði hvað þetta varðar og hátæknisjúkrahúsið, og þá undir nafni.  48 ára með ADHD, engir fordómar eða hræðsla er gagnvart þessum frávikum eða sjúkdómum og heldur ekki títtnefndum lyfjum.  Þvert á móti þarf að opna umræðuna og rýna í hverjum þjónustan þjóni best, fólkinu eða kerfinu.  Er svo sammála Sigurði Þór, Íslandssúlan í notkun ofvirknislyfja hlýtur að þola skoðun.

lydurarnason (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 20:00

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Til að forðast misskilning þá vil ég að sjálfsögðu að þeir sem eiga við geðraskanir að stríða fái hjálp, sama á hvaða aldri þeir eru. Ég var eingöngu að benda á þá skoðun mína, að mér finnst fræðingar oft vilja setja menn í einhverja fráviksflokka ef þeir eru öðruvísi. Einnig var ég að vísa í þá áráttu samfélagsins að vilja steypa alla í sama mót.

Ég hef kynnst einstaklingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða, einn slíkur var frændi minn sem ég kynntist vel í æsku.

Geðfatlaðir eiga að fá allan þann stuðning og skilnings sem samfélagið getur boðið þeim upp á, einnig lyf ef þörf krefur. Ég styð baráttu geðfatlaðra algerlega.

Ekki var það ætlun mín að særa neinn með ummælum mínum. Ég sit stundum við tölvuna og hef gaman af að fíflast stundum á hinum og þessum síðum. Athugasemdin hér fyrir ofan var skrifuð meira í gríni en alvöru. Ég hef oft gaman af að lesa eftir þig Lýður, þú ert mikill húmoristi og hefur gaman af að gera grín að hinum ýmsu málum. Það kann ég vel að meta. En ég geri mér einnig grein fyrir því að þú tekur læknisstarfið alvarlega og einnig er það oft svo með mikla húmorista, þeir kunna líka að hugsa á alvarlegum nótum.

Að lokum vil ég að það komi fram, að ég er lítið gefinn fyrir að setja fólk á stall, mér finnst allir jafnir. Nema læknar, ég ber meiri virðingu fyrir þeim en öðrum mönnum. Það getur nefnilega ekki hver sem er orðið læknir. 

Jón Ríkharðsson, 28.7.2010 kl. 21:47

7 identicon

Sæll aftur, Jón Ríkharðsson.  Fyrsta athugasemd þín er góð gild með gríni og án.  Þakka hlý orð í minn garð en varðandi getu manna er það vissulega átak að skrallast í gegnum læknisfræðina en ekki sæi ég marga stéttarbræður mína stíga ölduna í kalsa og trekki og jafnvel ekki í blíðu.  Held hæfileikar hvers og eins séu jafngildir en sum okkar kortleggja sig rangt og þá getur útkoman orðið kyndug.  Læknar eru þar ekki undanskildir.

lydurarnason (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband