30.7.2010 | 03:00
FISKUR & SKINKA.
Auðlindamál eru í brennidepli. Framtíðarskipan þeirra mála að verða þungmiðja hinnar pólitísku umræðu. Í því sambandi er hyggilegt að gaumgæfa reynslu okkar af sjávarútveginum. Þó auðlindin sjálf, þ.e.a.s. fiskimiðin séu samkvæmt stjórnarskrá í þjóðareigu hafa handhafar veiðiheimilda umgengist þær sem sína eign, leigt, selt og erft. Að ekki sé talið um veðsetninguna. Sumir hafa þannig hagnast gríðarlega en hvað með almenning? Fyrir hann hefur kvótakerfið skilað sjófangi sem munaðarvöru og íslendingar sjaldséðir í fiskverkunarstörfum. Ef við fáum hvorki mannsæmandi vinnu né ódýra vöru úr okkar eigin grunnatvinnuvegi, er þá ekki eitthvað að? Að minnsta kosti er skinkan ódýr í Danmörku.
LÁ
Athugasemdir
Já og miðað við hvað hringrásin stutt frá því að vera svínaskítur til að verða að fóðri fyrir skinkuna og skinkan sé borin á borð fyrir almenning í DK og verða langlegu sjúklingur vegna eitrunar vegna ofnotkunar af sýklalyfjum í blessuðu dönsku skinkunni þá held ég segi pass við ódýru skinkunni þinni Lýður og játist frekar þverhúkkuðum upsa (tvö flök upsa á móti einu flaki (framhjá vigt) Þorski) fiskibollum. Þakka fyrir einbeitta pistla.
RKG (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.