ÞINN, EINLÆGUR.....

Óðum er ljóst að samfélagið sem hrundi er enn á strandstað.  Gömlu flokksræflarnir ráða fjölmiðlunum, umræðan gengur enn að mestu út á sömu fés og sömu flokkadrætti, ofurlaun engan veginn aflögð, sama tregðan í stjórnsýslunni, öllum bullverkefnunum haldið gangandi eins og hátæknisjúkrahúsi og tónlistarhöll,  þjóðþrifaverkum hinsvegar  frestað eins og uppstokkun kvótakerfisins og auðlindalögum, lýðræðisumbótum slegið á frest, nefni stjórnlagaþing, endurskoðun stjórnarskrár og þjóðaratkvæði.  Stjórnsýslan er enn í stöðuveitingarlimbói fyrirrennaranna og tvísögli regla fremur en undantekning.  Landsmenn eru því litlu nær um framhaldið.  Og þó.  Andi nokkurra þjóðþekktra einstaklinga hefur blásið um kvarnir landans og gaukað að fersku lofti.  Ekki endilega að allt sé rétt og satt sem þessir einstaklingar segja heldur einlægt.  Sú er mín kosningaspá, að næst verði það einlægnin sem hrífur, ekki röfl fyrrum hrunverja um kjölfestu og trúða. 

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona heitt og innilega að þar hafir þú rétt fyrir þér.

Snorri Sveinn (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 03:38

2 identicon

Segi eins og Snorri, vonadi! En hey, bjartsýni er æðisleg en raunsæi er skynsamlegra. Þetta gamla "kónga"kerfi er svo sterkt á ísl. að eftir algjört "Guð blessi svæðið" fjárhagsHrun á landinu í boði Sjalla og Smfó og ntl "DASSI" af Framsókn. Þá SAMT fór fólk og kaus þetta sama lið AFTUR!!?? Svo maður er nett stressaður, Gullfiskamynnið og allt það syndrom er algengt vandamál, og alvarlegt á Íslandi .....  um hvað vorum við að tala aftur...?

Erna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 15:25

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Í fyrsta skipti á ævinni skil ég ekkert hvað þú ert að meina og tek því undir hvert einasta orð. Bravó fyrir kaupfélagsbátnum!

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.8.2010 kl. 19:04

4 identicon

Ég játa allt - þín er sárt saknað. En mikið held ég að húsnæðisverð hrapi á Vestfjörðum þegar þú yfirgefur þann kalda kjálka...En úmbaúmba tekur gleði sína á ný!

Grímur "Saknar þín" Atlason (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband