8.8.2010 | 03:37
KIRKJUÞING & SALSA.
Tvær andstæður hösluðu sér völl í helgarfjörinu, kirkjuþing og hommaganga. Andstæður að því leyti að annað er ímynd íhaldsemi, hitt framúrstefnu. Mestu búbótina fyrir báðar þessar fylkingar tel ég þá að gefa hvor annarri sopa, sáldra smá framúrstefnudufti yfir guðsmennina og gefa salsaliðinu á móti nokkrar predikanir hjá Reykholtsprófasti. Þetta gæti fært klerkastéttinni ljósið fyrir sjálfstæðri kirkju sem dafnaði í eigin krafti en ekki ríkisfjárlögum. Held kirkjan myndi endurheimta mikið af sinni fyrri vigt við slíka umskiptingu. Samkynhneigðir eiga síðan, eins og kirkjan, líka við þyngdartap að glíma. Slagkraftur kynhneigðar er hratt minnkandi enda mannréttindi í höfn og hugarfar í hafnarmynni. Athyglisþörfinni verður því að beina annað og mæli ég með píslargöngu á næsta ári þar sem gengið verður kennitöluflakki til húðar. Í þannig göngu ættu klerkar, hommar og lesbíur að geta fundið einhvern sameiginlegan snertiflöt.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.