9.8.2010 | 02:37
RÖSUM EKKI UM RÁÐ FRAM.
Innkoma útlendinga inn í sjávarútvegsfyrirtæki er farin að valda titringi. Lögin banna meira en fjórðungseign en svo virðist að framhjá því sé gengið. Aðalspurningin hvað þetta varðar er hvort kvótinn sé metinn til eignar eða ekki? Varla er hægt að ímynda sér áhuga erlendra fjárfesta í geiranum nema hann fylgi með. Þar gæti seljandinn haft sína eigin sýn í trássi við stjórnarskrá. Og hvað ætla stjórnvöld að gera? Mikið er talað um þjóðareign auðlinda en hvert er gagnið sé nýtingarrétturinn seldur eða leigður mannsaldur eða meira? Hvenær ætla stjórnvöld að skynja hlutverk sitt til komandi kynslóða? Eftirspurn eftir vatni, mat, orku og hita á einungis eftir að vaxa og fáranlegt að halda að við séum að missa af tækifærum. Biðröðin í íslenskar auðlindir er ekki langt undan og því liggur okkur á samræmdum auðlindalögum sem gera okkur að traustri viðskiptaþjóð samfara því að tryggja eigin velsæld. Ýtni ákveðinna þjóðfélagsafla sem strax vilja ganga til samninga um auðlindirnar ber skammsýni vott eða umhyggju fyrir öðru en þjóðarhag.
LÁ
Athugasemdir
ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ. ------- Þú værir óhæfur í Magma nefndina.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 07:54
Íslensk lög eru afar skýr um einföld viðbrögð þegar svona "óhapp" verður.
"Úthlutun aflaheimilda myndar ekki eign."
Þetta útgerðarfyrirtæki og önnur sem kynnu að lenda í sama fari fái einfaldlega ekki aflaheimildum úthlutað næsta fiskveiðiár.
Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 10:52
Fyrst auðlindalög, svo Magmanefnd, Doddi Koddi. Rétt tilvísun hjá Árna í lagastakkinn en viðbrögðin hinsvegar ekki að hans ósk því um áraraðir hafa handhafar veiðiheimilda vanvirt stjórnarskrána í skjóli stjórnvalda og meira að segja nýjar fisktegundir verið felldar undir þeirra hatt. Þetta er hið svokallaða "borðtennislögmál", við fyllum á kosningasjóðina og á móti dragið þið okkar flagg að húni.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.