FRUMSAMIÐ, TAKK FYRIR!

Gnarrinn er kominn úr höfn og ágjöfin byrjuð.  Borgarstjórinn sem enginn sá fyrir nema kannski hann sjálfur byrjaður að stíga ölduna.  Hvað sem verður má heita víst að Gnarrsins verður alltaf minnst fyrir frækilega innkomu í borgarmálin, dæmalausa kosningabaráttu og sigur sem telja verður einstæðan í íslenzkri sveitastjórnarsögu.   Frammistaða Gnarrs mun síðan annaðhvort velta fjórflokknum úr sessi eða treysta tilveru hans.   Umsnúningur OR í vikunni er fyrsti alvöru prófsteinninn á Jón Gnarr sem æðstráðanda í borginni.   Laun hins nýja forstöðumanns OR og starfslok þess fráfarandi eru mjög í takti gömlu hrunflokkanna, "kóver" ofurlauna og leyndarmála.  Ætlaði hin nýja hljómsveit í ráðhúsinu ekki að flytja frumsamið efni?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

4flokkurinn og aðrir ömurðar munu reyna sitt ítrasta til að skíta Besta út - og það verður efst á stefnuskrá þeirra alveg fram að næstu þingkostningum.

Frumsamið efni virkar svo ekki alltaf fullkomlega, og þá er að sjá hvort sá hluti er þá ekki aðlagaður, eða honum hreinlega kippt út af prógramminu. Þeim verður að lýðast að prófa sig áfram.

Billi bilaði, 19.8.2010 kl. 05:36

2 identicon

Kjörtímabilið er fjögur ár og þá fellur sleggjan.  Er hinsvegar ósammála Billa klikk í því að hljómsveitinni eigi að líðast einhver "djammsessíón" komin á stóra sviðið.  Hvet Besta Flokkinn að hrauna yfir liðið og heltaka áhorfendur strax. 

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband