KÖLD STURTA OG KERTALJÓS.

Hækkun orkuverðs OR er nú staðreynd og nokkuð vel í lagt.  En þar sem gímald rís má búast við sukki.  Og gímaldsfíkn okkar íslendinga hefur því miður ekki runnið sitt skeið.  Músikhús, hátæknispítali, sjónvarpshús, ráðhús og hús orkuveitunnar, allt hefur þetta blásið út stjórnsýsluna og verkefnin í auknum mæli snúist um annað en starfsemina sjálfa og upphafleg markmið.  Sá gamli refur, Alfreð Þorsteinsson, hrósar sinni stjórnartíð og minnir á Nesjavallavirkjun sem mali Reykvíkingum gull á hverjum degi.    Mikið ofboðslega hafa arftakar hans þá verið miklir óreiðumenn.  Fréttir herma skuldir OR vera yfir 300 milljörðum, meira en 3000 milljónir.  Hvernig er þetta hægt á ekki lengri tíma?  Svar borgarbúa við téðri hækkun er auðvitað köld sturta og kertaljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugasemd:

3000 milljónir eru 3 miljarðar, 300 milljarðar eru 300.000 milljónir!

tlj (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 14:47

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þá getur maður sagt eins og Steinn Steinarr forðum.

Kvenmannslaus í kulda og trekki
kúri ég volandi.
Þetta er ekki, ekki, ekki,
ekki þolandi.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.8.2010 kl. 19:19

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Stofnunin er vita gjaldþrota eftir pólitískan glæpalýð en fer náttúrlega ekki opinberlega á hausinn vegna þess að mafían hækkar bara skattana. Sama er síðan að segja um yfirstjórnina á Litlu-Sikiley norðursins, sjálfan ríkissjóð og þrotabú hans og massífar atvinnuleysisgeymslur. Vafalaust munu almennir skattar hér hækka um amk. 30-40% á næstu misserum.

Baldur Fjölnisson, 28.8.2010 kl. 20:14

4 identicon

Rétt, tlj, þó nokkur núll vantar upp á og betra fyrir Orkuveituna ef seinni talan stæði.

lydurarnason (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband