SAMA GAMLA MENJÚIÐ.

Félagsmálaráðherra sekkur nú hratt og kauðslega býst hann til varnar.  Þjarmað er að honum úr öllum áttum, ekki sízt stjórnmálamenn sem sjálfir iðkuðu álíka kúnstir þegar veldissprotinn var í þeirra höndum.  Fatta reyndar illa þetta sífellda gagg hrunverjanna sem ættu miðað við afrakstur að hafa vit á að þegja.  En öðru nær, flestir þramma um grundir sem ofvitar væru og alvitrir.  En kannski þarf einmitt oflátungsskap til að geta hegðað sér svona, kinnroðalaust.  Ráðvilla félagsmálaráðherra í ráðningum er eftir sem áður áhyggjuefni fyrir ríkisstjórn sem ætlaði þjóðinni nýjan matseðil í þessum efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þó ráðherrar fyrri ára hafi iðkað einkavinavæðingu í stórum stíl og stundað baktjaldamakk í bakherbergjum er ekki þar með sagt að núverandi ráðherrar þurfi að apa vitleysuna eftir. Reyndar héldu þeir flokkar sem nú eru við stjórnvölinn uppi miklum loforðum um opna stjórnmálaumræðu og allt væri uppi á borðum, gamla klíkustjórnunaraðferðin átti að heyra sögunni til. Inn á þetta var einnig komið í stjórnarsáttmálanum.

Það á ekki að skammast við þá sem gagnrýna þetta, jafnvel þó þeir hafi sjálfir stundað sömu vinnubrögð áður fyrr. Gagnrýni frá þeim ber merki um að þeir sjá vitleysuna og er einnig viðurkenning á eigin mistökum og stjórnunaraðferð.

Það á að skammast við þá ef þeir komast til valda seinna og fara í gamla farið aftur, eins á að skammast við þá sem nú vinna eftir þessum gömlu og úreltu leiðum því voru duglegir við að gagnrýna þær áður en þeir komust til valda!

Gunnar Heiðarsson, 29.8.2010 kl. 09:44

2 Smámynd: Lýður Árnason

Sæll, Gunnar.  Tel gagnrýni hrunverja ekki vera vegna "nýrrar sýnar", þeirra tilgangur einungis sá að koma stjórninni frá.  Vona þjóðarinnar vegna að næsta kast verði tútal endurnýjun og gamla draslinu öllu bægt frá. 

Lýður Árnason, 29.8.2010 kl. 11:39

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega myndi það hugnast flestum ef total endurnýjun yrði á þingliðinu. Því miður eru litlar líkur á því.

Allir flokkar hafa átt og eiga þó góða einsaklinga á þingi, vandinn er sá að rotnu eplin sitja sem fastast og halda hinum frá uns þeir gefast upp og yfirgefa partíið.

Gunnar Heiðarsson, 29.8.2010 kl. 16:53

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er nú búið að berja á hrunstjórninni í tvö ár er ekki tími til kominn að gagnrýnin beinist að ríkjandi ríkisstjórn?

Þau lofuðu bót og betrun en reyndin er sú að í stað þess að kúlulánþegarnir þiggi laun frá bönkum, þá sitja þeir nú ínni í ráðuneytum og stjórnum. Og ráðherrar leggja heiður sinn að veði að koma þeim í bitastæð embætti.

Flestir telja að hveitibrauðsdagar ríkisstjórna standi í 100 daga. Brauð þessarar stjórnar er orðið dragúldið.

Ragnhildur Kolka, 29.8.2010 kl. 21:11

5 identicon

Pistill minn gagnrýnir reyndar núverandi stjórn fyrir að boða breytingar í mannaráðningum en falla svo ofan í sama pytt og fyrirrennararnir.  Vandinn við stjórnarskipti er sá að okkur sárvantar nýbakað brauð.  Ekkert slíkt er í hillunum.

lydurarnason (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband